Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. nóvember 2010 11:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Pires til Villa - Bendtner á förum?
Pires gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.
Pires gæti verið á leið í enska boltann á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Balotelli er orðaður við AC Milan.
Balotelli er orðaður við AC Milan.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Poweade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í enska boltanum.



Robert Pires, fyrrum kantmaður Arsenal, gæti óvænt verið á leið til Aston Villa. (L'Equipe)

AC Milan ætlar að fá Mario Balotelli frá Manchester City en þessi ungi framherji hefur verið stuðningsmaður AC frá barnæsku. (Daily Mail)

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er tilbúinn að fá Rod Fanni hægri bakvörð Rennes til að leysa Glen Johnson af hólmi. (Daily Mirror)

Nicklas Bendtner er á óskalista FC Bayern en danski framherjinn gæti verið á förum frá Arsenal þar sem hann er ósáttur við lítinn spiltíma. (Daily Mirror)

AC Milan hefur einnig áhuga á Bendtner. (Imscouting.com)

John Carew, framherji Aston Villa, vill fara til Fiorentina en hann hefur hafnað tilboðum frá Tyrklandi. (Talksport)

Tony Pulis, stjóri Stoke, vill fá Stephen Ireland á láni frá Aston Villa í janúar. (Daily Mirror)

Tottenham gæti reynt aftur að fá Scott Parker miðjumann West Ham þar sem Tom Huddlestone verður frá keppni næstu þrjá mánuðina. (Daily Express)

Adam Johnson, kantmaður Manchester City, segist vera tilbúinn að íhuga að fara annað ef hann fer ekki að spila meira. (The Sun)

John W Henry, eigandi Liverpool, segir að það sé engin fljót lausn til að laga vandamál félagsins. (The Times)

Alan Hutton, varnarmaður Tottenham, segir að leikmenn liðsins eigi erfitt með að einbeita sér bæði að ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. (Talksport)

Paolo di Canio er tilbúinn að aðstoða Avram Grant við að koma West Ham upp töfluna. (Daily Mirror)

Phil Neville, leikmaður Everton, telur að Arsenal geti orðið meistari. (Daily Mirror)

Tottenham hefur gert lista yfir mögulega arftaka Harry Redknapp ef hann tekur við enska landsliðinu. David Moyes er efstur á listanum en þar eru einnig Guus Hiddink, Roy Hodgson og Rafa Benitez. (Goal.com)

Jordan Henderson, leikmaður Sunderland, gæti leikið sinn fyrsta landsleik með enska landsliðinu á morgun. Hann segir að það fyrsta sem hann hafi séð til atvinnumanna í fótbolta hafi verið þegar hann var þriggja ára og fékk mynd af sér með Ryan Giggs í sumarfríi á Malllorca. (The Guardian)

Michael Chopra, framhejri Cardiff, gæti farið að leika með indverska landsliðinu en afi hans og amma eru þaðan. (The Times)
banner
banner
banner