Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 20. nóvember 2010 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sporting Life 
Harry Redknapp kemur til varnar Capello vegna Gerrard
Harry Redknapp knattspyrnustjóri Tottenham kom í gær til varnar Fabio Capello landsliðsþjálfara Englendinga vegna máls Steven Gerrard sem meiddist í landsleik Englendinga í vikunni.

Liverpool segist hafa gert samkomulag um að Gerrard spilaði aðeins klukkustund í leiknum en hann meiddist svo á 85. mínútu aftan í læri og verður frá keppni í mánuð.

,,Ég hef aldrei gert samning," sagði Redknapp aðspurður út í skoðun sína á málinu í gær.

,,Luka Modric hefur verið að spila laugardag, í miðri viku, laugardag og í miðri viku. Hann fór og spilaði með Króatíu í vikunni en ég hringdi ekki í Slaven Bilic og sagði: 'Slaven, þú mátt bara spila honum hálfan leikinn'."

,,Þetta er leiðinlegt fyrir Steven Gerrard en enginn er þjóðræknari en Stevie. Þette getur gerst en getur líka gerst á æfingum. Þetta er bara eitt af því sem gerist."
banner