Heimild: Goal
Jose Mourinho skilur ekkert í því hvernig Rafael Benitez, núverandi stjóri Inter, tekst að tapa hverjum leiknum fætur öðrum í ítölsku Seríu A deildinni.
Mourinho stjórnaði liðinu í tvö tímabil en þar vann hann meðal annars þrennuna á síðustu leiktíð, en Meistaradeildina hafði Inter ekki unnið í 45 ár.
Mourinho stjórnaði liðinu í tvö tímabil en þar vann hann meðal annars þrennuna á síðustu leiktíð, en Meistaradeildina hafði Inter ekki unnið í 45 ár.
Mourinho gaf í skyn að Benitez skilji ekki leikstíl liðsins og sé of mikið að reyna að koma með kunnáttu sína úr enskri knattspyrnu í ítalska liðið.
,,Ha, tapaði hann aftur?" Spurði Mourinho í viðtali við La Gazzetta dello Sport.
,,Þetta er ótrúlegt, og hann er nú þegar níu stigum á eftir efsta sætinu."
,,Reyndar er gríðarlegur munur á Inter og ensku deildinni."
Inter á næst leik við Twente í Meistaradeildinni á miðvikudaginn og er gríðarleg pressa á Benitez. Talið er líklegt að hann verði nú að vinna alla leiki fram að áramótum til að vera ekki rekinn.
Inter er í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 13 leiki en erkifjendur og nágrannar þeirra í AC Milan eru með 29 stig á toppnum.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |