Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 27. nóvember 2010 15:40
Þórður Már Sigfússon
Gladbach og Bologna hafa augastað á Ragnari Sigurðssyni
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Svansson
Samkvæmt heimildum Fótbolti.net hafa ítalska Serie A liðið Bologna og þýska Bundesligaliðið Borussia Mönchengladbach bæst í hóp þeirra liða sem hafa augastað á landsliðsmiðverðinum Ragnari Sigurðssyni.

Ragnar hefur verið orðaður við nokkur lið að undanförnu en hann vill komast burt frá IFK Gautaborg sem hann er samningsbundinn til loka næsta árs.

Fótbolti.net hefur áður greint frá áhuga ísraelska liðsins Maccabi Haifa á leikmanninum og þá greindu sænskir fjölmiðlar frá áhuga ítalska liðsins Cesena á leikmanninum í vikunni.

Umboðsmaður Ragnars, Patrick Mörk, tjáði Fótbolti.net í gær að góðar líkur væru á því að leikmaðurinn skipti um lið þegar félagaskiptaglugginn opnast í janúar og að lið frá öllum stærstu deildum Evrópu væru með hann undir smásjánni.
banner
banner
banner
banner
banner