Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mán 29. nóvember 2010 17:08
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Konchesky tekur sökina á tapi Liverpool
Paul Konchesky vinstri bakvörður Liverpool sagði í dag að hann taki á sig sökina fyrir tap liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Aaron Lennon skoraði sigurmark Tottenham í uppbótartíma án þess að Konchesky næði að stöðva hann og fyrir það tekur hann á sig sökina. Fram að því hafði staðan verið 1-1 og Martin Skrtel skoraði mörkin í sitthvort markið.

,,Strax eftir leikinn vissi ég að ég yrði að ég yrði að rétta upp hönd en við fengum líka tækifæri til að vinna leikinn," sagði Konchesky á vef Liverpool.

,,Þetta er hluti af fótboltanum og við verðum að reyna að taka það jákvæða út úr leiknum."

,,Ég var eyðilagður (yfir sigurmarkinu). Og að þetta hafi gerst líka á síðstu mínútu sem gaf okkur engan tíma til að komast aftur inn í leikinn. En svona er lífið, við verðum að gleyma þessu, og ég verð að gleyma því sjálfur fyrir næsta leik."

banner
banner