Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 30. nóvember 2010 08:06
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Goal.com 
Barcelona átti yfir 600 sendingar í gær
Úr leiknum í gærkvöld.  Xavi fagnar marki sínu. Hann átti 110 heppnaðar sendingar í leiknum.
Úr leiknum í gærkvöld. Xavi fagnar marki sínu. Hann átti 110 heppnaðar sendingar í leiknum.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona áttu yfir 600 heppnaðar sendingar í 5-0 sigrinum á Real Madrid í gærkvöld.

Liðið átti í heildina 684 sendingar og þar af heppnuðust 89% svo 608,76 sendingar fóru á liðsfélaga.

Real Madrid náði aðeins 74% heppnuðum sendingum svo aðeins næstum þrjár af hverjum fjórum af 331 sendingum þeirra fóru á samherja eða 224,94.

Samtals var Barcelona með boltann 67% í leiknum á móti 33% hjá leikmönnum Real Madrid. Börsungar áttu 15 tilraunir að marki en Real Madrid aðeins fimm.

Af þessum skotum fóru 6 af 15 skotum Barcelona á markið, þar af fimm í markið. Real Madrid átti bara tvö skot á mark Barcelona.

Xavi átti frábæran leik en hann átti 110 sendingar sem heppnuðust á 87 mínútum á vellinum.
banner
banner
banner
banner