Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. desember 2010 10:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Carroll til Man Utd eða Real Madrid?
Andy Carroll er eftirsóttur þessa dagana.
Andy Carroll er eftirsóttur þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Shaun Wright-Phillips er orðaður við Liverpool.
Shaun Wright-Phillips er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Donovan er á leið til Everton.
Donovan er á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Poweade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í enska boltanum.



West Ham ætlar að fá Robbie Keane framherja Tottenham á láni í sex mánuði. (Daily Telegraph)

Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, hefur hafnað tilboði um að ganga til liðs við West Ham á láni. (Talksport)

Adebayor gæti farið til Liverpool í janúar. (Caughtoffside)

West Ham er við það að fá Steve Sidwell frá Aston Villa. (Daily Mirror)

Christian Poulsen, miðjumaður Liverpool, er einnig á óskalista West Ham sem gæti keypt leikmanninn á þrjár milljónir punda í janúar. (Goal.com)

West Ham er líka að reyna að fá Diemerci Mbokani framherja Monaco á láni. (Daily Mail)

Andy Carroll, framherji Newcastle, hefur óvænt verið orðaður við Real Madrid. (Imscouting)

Manchester United er einnig að íhuga 20 milljóna punda tilboð í Carroll. (Caughtoffside)

Manchester United, Chelsea og Manchester City hafa áhuga á Pepe sem gengur illa að gera nýjan samning við Real Madrid. (Talksport)

Manchester City er að skoða Pablo Osvaldo og Victor Ruiz hjá Espanyol. (Daily Mirror)

Aston Villa ætlar að bjóða eina milljón puna í Alan Gatagov hjá Lokomotiv Moskvu. (Talksport)

Liverpool ætlar að gera nýjan langtíma samning við Jay Spearing. (Daily Mirror)

Birmingham ætlar að halda varnarmanninum Scott Dann þrátt fyrir áhuga Liverpool. (Daily Mirror)

Everton ætlar að berjast við Liverpool um að fá Matt Jarvis kantmann Wolves en hann kostar fjórar milljónir punda. (Daily Mirror)

Liverpool mun fjármagna kaup á Shaun Wright-Phillips með því að selja Glen Johnson. (Metro)

Tottenham er í bílstjórasætinu í baráttunni um Dimitri Payed miðjumann Saint Etienne en hann kostar sjö milljónir punda. (Talksport)

Gael Kakuta, kantmaður Chelsea, ætlar að hafna AC Milan og gera nýjan samning við enska félagið. (Daily Mail)

Celtic vill fá Stephen Ireland á láni frá Aston Villa. Celtic vill að fyrsti leikur Ireland verði gegn Rangers þann 2.janúar. (Daily Mirror)

Barcelona er að íhuga tíu milljóna tilboð í Denilson miðjumann Arsenal þar sem verðmiðinn á Cesc Fabregas er of hár. (Daily Mail)

Denilson hefur ekki útilokað að fara frá Arsenal en hann er á óskalista Wolfsburg. (Daily Mirror)

Arsenal gæti boðið Ajax að fá Denilson í skiptum fyrir Luis Suarez og Jan Vertonghen. (Caughtoffside)

Denilson segir á Twitter síðu sinni að hann sé ekki á förum. (Metro)

Steve McClaren, þjálfari Wolfsburg, vill fá David Beckham á láni. (Imscouting)

David Moyes, stjóri Everton, er að krækja í Landon Donovan á láni þrátt fyrir áhuga Fulham. (Metro)

Rafael Benitez segist ennþá vera þjálfari Inter en hann ætlar að dvelja í Liverpool yfir jólin. (Daily Mirror)

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur ákveðið að refsa Ledley King ekki eftir að myndir náðust af fyrirliðanum í annarlegu ástandi í jólagleði Tottenham í síðustu viku. (Daily Mail)

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir ekki rétt að það sé óeining innan leikmannhópsins. (Daily Mail)
banner
banner
banner