Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 22. desember 2010 12:21
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Samba ekki sáttur - Vill fara frá Blackburn
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Christoher Samba vill fara frá Blackburn en hann er brjálaður yfir að Sam Allardyce hafi verið rekinn í síðustu viku.

Nýju eigendurnir hjá Blackburn ákváðu að ráða Steve Kean tímabundið sem knattspyrnustjóra og líklegt er að hann taki við liðinu að minnsta kosti út tímabilið.

Samba mun samkvæmt fréttum Sky biðja um að fara á sölulista í dag en þessi 26 ára gamli Kongómaður saknar Allardyce.

,,Ef að félagið á að vera rekið svona frá og með núna þá vil ég ekki vera hluti af því og ég vil fara," sagði Samba við götublaðið The Sun.

,,Sem fyrirliði er mjög erfitt að segja þetta en ég hef hugsað vel og lengi um þetta. Enginn í fótboltaheiminum skilur þá ákvörðun að reka Sam."

,,Við hefðum getað fallið á síðasta tímabili en Sam bjargaði félaginu svo hvernig er hægt að fara svona með hann núna?"

banner
banner