Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. desember 2010 15:27
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Hodgson vill að Joe Cole fari að standa sig
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hefur sagt Joe Cole að hætta að hugsa um lélega byrjun hjá félaginu og fara að standa sig.

Cole kom frítt til Liverpool frá Chelsea en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum á tímabilinu. Þá vilja sumir meina að Cole hafi ekki fengið að spila í réttri stöðu hjá Liverpool.

,,Ég held að hann verði að sýna sig á velinum. Fólk getur haft stuðning eða ekki, sumir segja að hann sé ekki að standa sig og sumir segja að hann sé óheppinn að spila ekki í sinni réttu stöðu," sagði Hodgson.

,,En ég hlusta ekki á það. Joe er miðjumaður og hver er rétta staðan fyrir miðjumann? Gerrard hefur spilað alls staðar á miðjunni eins lengi og ég man."

,,Joe verður að sætta sig við þá staðreynd að hann kom hingað eftir slæman tíma hjá Chelsea með miklar væntingar um að slá í gegn Liverpool en því miður hefur það ekki gerst. Þannig er lífið."

,,Hann ætti að hafa mikla trú á hæfileikum sínum og hann er mjög góður fótboltamaður. Ég tel að allt sem hann þurfi að sýna eigi hann að sýna á græna grasinu."

,,Hann ætti að sannfæra mig og alla sem horfa á að hann sé leikmaður sem getur hjálpað Liverpool að vinna titla. Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi ekki verið uppi á teningum hingað til."

banner
banner