Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2011 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Engin ákvörðun tekin um brottrekstur Hodgson ennþá
<b>Er tími Roy Hodgson liðinn?</b><br>Hodgson á hliðarlínunni í 3-1 tapi gegn Blackburn í gær.
Er tími Roy Hodgson liðinn?
Hodgson á hliðarlínunni í 3-1 tapi gegn Blackburn í gær.
Mynd: Getty Images
BBC sagði frá því í morgun að eigendur Liverpool séu að íhuga hvort þeir eigi að reka Roy Hodgson úr starfi knattspyrnustjóra en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá.

Liverpool er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 tap gegn Blackburn í gærkvöldi en það var níunda tap liðsins í 20 leikjum á tímabilinu.

Enska úrvalsdeildin er rúmlega hálfnuð og þessir 18 földu Englandsmeistarar eru aðeins fjórum stigum frá fallsæti, og fimm stigum frá botnsæti deildarinnar.

Hodgson hætti hjá Fulham í júlí til að taka við Liverpool en gengi hans á útivöllum hefur þótt mjög dapurt. Stuðningsmenn Liverpool hafa margir hverjir viljað fá Kenny Dalglish fyrrverandi stjóra liðsins til að taka við að nýju og hafa bent á að hann hafi unnið til fleiri verðlauna sem stjóri (16) en Hodgson hefur unnið útileiki á ferli sínum sem stjóri á Englandi (13).
banner
banner