Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. janúar 2011 09:22
Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl og Liverpool umræða í útvarpinu í dag
Jóhannes Karl verður á línunni.
Jóhannes Karl verður á línunni.
Mynd: Getty Images
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á sínum stað í dag milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7.

Jóhannes Karl Guðjónsson, miðjumaður Huddersfield, verður í viðtali en liðið mætir utandeildarliðinu Dover í enska bikarnum um helgina.

Kristján Atli Ragnarsson, einn af pennum Kop.is, mun kíkja í heimsókn og ræða gengi Liverpool.

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, er undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins á tímabilinu en hlustendur fá tækifæri til að taka þátt í umræðunni um liðið í þættinum í dag.

Hjörvar Hafliðason verður síðan á línunni en hann mun fara yfir gang mála í enska boltanum.

Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga 12-14. Ef þú hefur eitthvað fram að færa í þáttinn er tölvupósturinn [email protected]. Hægt er að hlusta á X-ið á netinu með því að smella hérna

Smelltu hér til að hlusta á eldri útvarpsþætti
banner
banner