Heimild: Heimasíða Manchester United
Sir Alex Ferguson stjóri Manchester Untied hrósaði leikmönnum sínum fyrir skynsemi eftir sigurinn á Liverpool í enska bikarnum í dag.
United vann 1-0 sigur en leikmenn Liverpool voru tíu lengi vel eftir að Steven Gerrard fékk rautt.
,,Þetta var skynsamlega frammistaða, við gerðum ekkert heimskulegt gegn þeim manni færri og héldum boltanum vel," sagði Ferguson.
,,Það er ótrúlegt að leikurinn hafi bara endað 1-0."
,,Þegar lið verða tíu þá berjast þau meira og Liverpool gerði það en við hefðum átta ð klára þetta. Við hefðum getað skorað þrjú eða fjögur í síðari hálfleik."
United fékk vítaspyrnu sem ekki allir eru sammála um en Ferguson er á því að þetta hafi verið víti.
,,Mér fannst þetta var vítaspyrna og Dimitar segir að hann hafi verið tekinn niður. Í endursýningu sést að það er snerting og það var nóg til að taka hann úr jafnvægi. Dimitar er ekki leikmaður sem lætur sig detta í svona stöðu. Ég held að þetta hafi verið rétt."
,,Þetta var frábær vítaspyrna hjá Ryan og hún varð að vera það því hann mætti frábærum markverði."