Man Utd hefur áhuga á að fá Baleba frá Brighton - Everton í viðræðum um Grealish - Newcastle vill McGinn
   mið 19. janúar 2011 20:05
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: Marca 
Pennant gleymdi Porsche bifreið sinni á lestarstöðinni
Fótboltamenn eru oft taldir ansi vitlausir einstaklingar og það sannar Jermaine Penannt leikmaður Stoke.

Pennant fór til Stoke frá Real Zaragoza á láni fyrir þetta tímabil og gekk svo endanlega í raðir félagsins í janúar.

Þegar hann fór til Stoke ók hann á Porsche bifreð sinni á lestarstöðina í Zaragoza og þar hefur bíllinn verið í fimm mánuði.

Forráðamenn Zaragoza höfðu samband við Pennant og hafði hann gleymt því að bílinn væri þarna. Þegar bíllinn var svo opnaður voru lyklarnir í sætinu á honum.