Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2011 10:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Mourinho aftur í enska boltann?
Sergio Ramos er orðaður við Manchester United og Arsenal.
Sergio Ramos er orðaður við Manchester United og Arsenal.
Mynd: Getty Images
Konchesky gæti farið aftur til Fulham.
Konchesky gæti farið aftur til Fulham.
Mynd: Getty Images
Mourinho er orðaður við endurkomu í enska boltann.
Mourinho er orðaður við endurkomu í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglegum slúðurpakka í boði Poweade en þar er búið að taka saman helsta slúðrið í enska boltanum.



Arsenal og Manchester United eru að undirbúa tilboð í Sergio Ramos varnarmann Real Madrid en spænski landsliðsmaðurinn er metinn á 25 milljónir punda. (Caught Offside)

Leighton Baines, vinstri bakvörður Everton, og Fabio Coentrao hjá Benfica eru efstir á óskalista Manchester United ef Patrice Evra fer til Real Madrid í sumar. (Daily Telegraph)

Borussia Dortmund hefur sagt Manchester United að hinn japanski Shinji Kagawa kosti 20 milljónir punda. (Talksport)

Steve Bruce, stjóri Sunderland, ætlar að reyna að fá Michael Owen til að fylla skarð Darren Bent. (Caught Offside)

Bruce hefur einnig spurst fyrir um Roman Pavlyuchenko framherja Tottenham en hann er ekki tilbúinn að borga 13,8 milljónir punda eins og Spurs vill fá. Þess í stað ætlar Bruce að reyna að fá Ricardo Fuller frá Stoke, Hugo Rodallega frá Wigan eða Kevin Phillips frá Birmingham. (Daily Express)

Sunderland ætlar einnig að reyna að fá Charles N'Zogbia frá Wigan en félagið er þó ekki til í að borga tólf milljónir punda fyrir franska kantmanninn. (The Times)

Ivan Rakitic, miðjumaður Schalke, er á óskalista Manchester United, Tottenham, Bolton og Everton. Króatinn verður samningslaus í sumar. (Sport.co.uk)

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, vill fá Alexis Sanchez miðjumann Udinese. Ancelotti hefur ekki ennþá náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum sem er metinn á 25 milljónir punda. (The Sun)

Chelsea vill fá Joleon Lescott frá Manchester City ef félaginu mistekst að fá David Luiz varnarmann Benfica. (Daily Mail)

Tottenham er að íhuga 16,5 milljóna punda tilboð í Giuseppe Rossi framherja Villareal. (The Independent)

Emmanuel Adebayor, framherji Manchester City, gæti farið til Monaco á níu milljónir punda. (Daily Mirror)

Liverpool er við það að kaupa Luis Suarez framherja Ajax á átján milljónir punda en möguleiki er á að Ryan Babel fari líka í skiptum. (Daily Mirror)

Paul Konchesky, vinstri bakvörður Liverpool, gæti farið aftur til Fulham á láni. Konchesky hefur ekki náð sér á strik hjá Liverpool síðan hann kom til félagsins á fjórar milljónir punda í sumar. (Daily Mail)

Umboðsmaður Keisuke Honda ætlar að ræða framtíð leikmannsins hjá CSKA Moskvu. Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Japanann en Arsenal og Aston Villa hafa líka áhuga. (Sport.co.uk)

Aston Villa er til í að láta Stephen Ireland fara til Newcastle á láni en félagið er að undirbúa nýtt fjögurra milljóna punda tilboð í Charlie Adam leikmann Blackpool. (Daily Mirror)

WBA er að reyna að fá John Carew á láni frá Aston Villa en félagið vill ganga frá samningum fyrir helgi. (Daily Star)

Blackburn vonast til að kaupa Sebastian Larsson frá Birmingham í vikunni. (The Sun)

West Ham er að skoða miðjumanninn Simon Vukcevic hjá Sporting Lisabon. Leikmaðurinn er metinn á 17 milljónir punda en West Ham vill einungis borga sex milljónir. (Daily Star)

Kris Boyd, framherji Middlesbrough, er á óskalista hjá rússneska félaginu Terek Grozny en Ruud Gullit tók við þjálfun liðsins í vikunni. (Daily Mirror)

Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur fengið tveggja og hálfs árs samning hjá félaginu. (Daily Mirror)

Jose Mourinho hefur gefið í skyn að hann muni fara frá Real Madrid í sumar eftir rifrildi við Jorge Valdano yfirmann íþróttamála. Liverpool, Manchester City og Manchester United hafa öll áhuga á Mourinho. (Daily Mirror)

William Gallas mun fá nýjan samning hjá Tottenham í lok tímabils. (The Sun)

Avram Grant fær ekki aukin pening til leikmannakaupa þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu sem West Ham gaf frá sér í gær. (The Guardian)

David Sullivan og David Gold, eigendur West Ham, ætla sjálfir að taka á sig 25-30 milljóna punda tap ef að félagið fellur úr ensku úrvalsdeildinni. (The Daily Telegraph)
banner