Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 22. janúar 2011 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Ajax segir að Liverpool verði að drífa sig vilji þeir Suarez
Endar Suarez mánuðinn sem leikmaður Liverpool?
Endar Suarez mánuðinn sem leikmaður Liverpool?
Mynd: Getty Images
Frank de Boer knattspyrnustjóri Ajax segir að Liverpool verði að drífa sig í að klára málin ætli félagið sér að kaupa Luis Suarez frá þeim.

Liverpool mun hafa átt í viðræðum við Ajax um kaup á þessum landsliðsmanni Úrúgvæ sem vakti athygli á Heimsmeistaramótinu í Suður Afríku í fyrrasumar. Nokkuð ber þó í milli peningalega milli aðilanna.

De Boer segir nú við De Telegraaf að félagði muni ekki selja Suarez í lok félagaskiptagluggans því hann myndi þurfa að kaupa mann í hans stað.

,,Við munum ekki láta Luis fara 31. janúar klukkan 23:55. Það er rökrétt og samningur sem ég gerði við Rik van den Boog (framkvæmdastjóra Ajax)."

,,Það verður erfitt að skipta Suarez út en við erum tilbúnir. Við erum með plan B, við vitum hvað við viljum ef hann fer."

Félagið hefur verið orðað við Eið Smára Guðjohnsen og Bas Dost leikmann Heerenveen ef Suarez fer.
banner
banner
banner
banner