Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2011 19:21
Alexander Freyr Tamimi
Heimild: Sky 
Ryan Babel til Hoffenheim (Staðfest)
Ryan Babel.
Ryan Babel.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Hoffenheim hefur staðfest komu Hollendingsins Ryan Babel til félagsins frá Liverpool. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá félaginu.

Talið er að kaupverðir sé í kringum sex milljónir punda og skrifaði Babel undir tveggja og hálfs árs samning við félagið, en hann kostaði Liverpool 11,5 milljónir punda árið 2007 þegar hann kom frá Ajax.

Búist var við miklu af þessum unga og efnilega Hollendingi en hann stóð sig aldrei nægilega vel á Anfield og má deila um ástæðuna fyrir því. Hann er nú 24 ára gamall.

Talið var að Babel myndi mögulega fara til Ajax í skiptum fyrir Luis Suarez en þó sagði Kenny Dalglish stjóri Liverpool skyndilega að leikmaðurinn færi ekki fet.

Nú hefur þó verið gengið frá félagsskiptunum og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir Gylfi muni vinna saman.
banner
banner
banner