Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   mið 26. janúar 2011 16:26
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sporting Life 
Frank de Boer: Liverpool veit hvað verðið á Suarez er
Frank de Boer, þjálfari Ajax, segir að Liverpool hafi tíma þar til á laugardag til að ganga frá kaupum á framherjanum Luis Suarez.

Ajax hafnaði á dögunum 12,8 milljón punda tilboði Liverpool í Suarez en félagið vill fá 21 milljón punda fyrir leikmanninn.

,,Við viljum ekki missa hann," sagði de Boer á fréttamannafundi í dag.

,,Forráðamenn Liverpool vita hvað þeir þurfa að borga og við stöndum fast á okkar."

,,Við viljum vita hvað gerist fyrir 29. janúar. Eftir það mun ekkert gerast."

banner