,,Mér fannst við fá ágætis fyrri hálfleik og svo aðeins fjara undan þessu í seinni. Þetta er okkar annar leikur á undirbúningstímabilinu og menn eru aðeins að venjast því að koma inní stóra höll miðað við litlu höllina heima og ég vona bara að það verði stígandi í þessu frá leik til leiks. Það var allt í lagi á móti HK og fyrri hálfleikurinn var fínn í dag," sagði Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur eftir 3-1 tap gegn Keflavík í Fótbolta.net mótinu í dag.
,,Nú fær maður aðeins að stjórna þessu meira. Þetta er annar leikurinn og maður breytir ekkert alltof miklu. Leikirnir eru í augnablikinu ekki algjör höfuðáhersla, það á eftir að koma mönnum í stand og vonast til að leikirnir spilist þannig að menn venjist betur hvað þeir eigi að gera."
,,En í augnablikinu er áhersla á að koma mönnum í líkamlegt stand og þetta er mjög góð æfing til þess, að spila og hlaupa. Við lítum á þetta mót sem jákvætt fyrir okkur, við fáum góða leiki og sjáum betur hvar við stöndum."
Ólafur Örn spilaði ekki með Grindavíkur liðinu í dag en kemur hann ekki til með að koma inn í liðið og spila?
,,Jú, ég reikna með að spila bara í Lengjubikarnum. Við erum aðeins að skoða aðra leikmenn. Skoða tvo hafsenta sem spiluðu í dag, þeir spiluðu ekki mikið í fyrra og við erum aðeins að sjá þá á móti góðum liðum eins og Keflavík og Breiðablik. Svo fer hópurinn að detta inn eftir þetta mót."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |