Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mán 31. janúar 2011 11:57
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Dalglish segir ekkert hafa breyst með Torres síðan á föstudag
Kenny Dalglish.
Kenny Dalglish.
Mynd: Getty Images
,,Hvað varðar Fernando, þá er það sama og var í yfirlýsingu félagsins fyrr tveimur eða þremur dögum síðan.''
,,Hvað varðar Fernando, þá er það sama og var í yfirlýsingu félagsins fyrr tveimur eða þremur dögum síðan.''
Mynd: Getty Images
<b>Luis Suarez</B><br>,, Hann er frábær markaskorari.  Hann er góður leiðogi og hann var fyrirliði Ajax, sem er óvenjulegt fyrir framherja, að vera fyrirliði.  Það segir okkur eitthvað mjög jákvætt um drenginn.''
Luis Suarez
,, Hann er frábær markaskorari. Hann er góður leiðogi og hann var fyrirliði Ajax, sem er óvenjulegt fyrir framherja, að vera fyrirliði. Það segir okkur eitthvað mjög jákvætt um drenginn.''
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool segir að staða máls Fernando Torres hjá félaginu hafi ekkert breyst síðan á föstudaginn þegar félagið hafnaði beiðni hans um að vera seldur. Hann sagði að stuðningsmenn félagsins eigi rétt á að fá að vita hvað er í gangi en ekki sé hægt að fara út í orðróma.

Þetta kom fram á fréttamannafundi Dalglish í morgun sem nú hefur verið birtur á vef Liverpool. Hér að neðan má lesa það helsta sem þar kom fram en hann byrjaði að ræða um Lius Suarez sem verður orðinn Liverpool maður síðar í dag.

Beðið eftir atvinnuleyfi fyrir Suarez
,,Við munum geta sagt ykkur meira þegar búið er að ganga frá pappírunum og líka þegar hann fær atvinnuleyfi sem verður vonandi í dag," sagði Dalglish.

,,Við viljum ekki láta drenginn sitja hérna og tala um að spila fyrir Liverpool þegar ekki er búið að ganga frá pappírunum, en það ætti bara að vera formsatriði. Þetta er ekki fjárhagslegt, þetta er bara til að ganga frá þessu."

,,Ég tel hann vera topp leikmann. Hann er frábær markaskorari. Hann er góður leiðogi og hann var fyrirliði Ajax, sem er óvenjulegt fyrir framherja, að vera fyrirliði. Það segir okkur eitthvað mjög jákvætt um drenginn."

,,Hann munkoma hingað og við reynum að fá hann til að spila eins og hann spilaði hjá Ajax. Ef hann skoraði 35 mörk hjá Ajax, þá er klárlega möguleiki á að hann skori mörk hérna."


Stuðningsmennirnir verðskulda pottþéttar fréttir en ekki orðróma
Því næst sneri Dalglish sér að Fernando Torres, nokkuð sem allir bíða tíðinda af.

,,Hvað varðar Fernando, þá er það sama og var í yfirlýsingu félagsins fyrr tveimur eða þremur dögum síðan. Við höldum okkur við það og bætum ekki neinu við það," sagði Dalglish á fréttamannafundi sínum í morgun.

,,Stuðningsmenn okkar eiga rétt á að vera sagt frá því. En ég held að stuðningsmennirnir verðskuldi að fá pottþéttar fréttir frekar en orðróma."

Mikilvægasta fólkið hjá Liverpool er þeir sem vilja vera hérna
Þó Dalglish hafi ekki látið draga sig út í að ræða orðróma um Torres var hann ákveðinn í því að enginn leikmaður sé mikilvægari en félagið sjálft.

,,Skipti eru hluti af fótboltanum. Ég væri ekki hérna ef það væru engin félagaskipti. Ég byrjaði hjá Celtic. Það eru margir sem hafa byrjað hjá félögum og farið svo annað. Og það er ljóst að ef Kevin (Keegan) hefði ekki farið þá hefði ég ekki komið hingað."

,,Fólk hefur getað haldið áfram alla fótboltasöguna. Það mikilvægasta sem við verðum allir að muna er að þetta knattspyrnufrélag er miklu mikilvægara og stærra en nokkur maður."

,,Ég held að við höfum ekkert staðið okkur illa. Rushie fór 87/88 og það var mikið talað eftir það um að við værum með besta Liverpool allra tíma og og eitt af mest spennandi liðunum að horfa á."

,,Rushie naut sín svo á Ítalíu að hann kom aftur ári síðan. Það eru leikmenn sem hafa farið en það eru líka mjög margir sem hafa komið og verið frábærir fyrir þetta fótbolta félag. Mikilvægasta fólkið hjá Liverpool er þeir sem vilja vera hérna."


Það er peningur til staðar
Dalglish vildi einnig að það væri á hreinu að orðrómar um Torres myndu ekki skemma fréttir þess efnis að Luis Suarez sé að koma til félagsins.

,,Við verðum að sjá til þess að Luis Suarez, sem er frábær fótboltamaður fái sína athygli fyrir að koma og eigendurnir fái hrós fyrir að leggja sitt af mörkum. Ekki láta það týnast í öllu öðru sem er að gerast."

,,Hann er maður sem við höfum fylgst með um nokkurn tíma og maður sem getur bara styrkt félagið. Ég er viss um að hann er maður sem gerir mjög marga stuðningsmenn spennta."

,,Eigendurnir hafa verið alveg frábærir í stuðningi sínum í félagaskiptaglugganum. Við getum líka lofað stuðningsmönnunum að þeir eru mjög ákveðnir í að koma félaginu fram á við og ég tel að sterkt merki um það séu kaupin á Luis Suarez."


Í öðrum fréttum lýsti Dalglish því yfir að Daniel Ayala og Paul Konchesky hafi verið lánaðir frá félaginu.

,,Paul Konchesky er farinn á láni til Nottingham Forest. Þetta er neyðarlán og mun líka gefa drengnum möguleika á að spila einhverja leiki og það verður öllum til góðs, bæði Paul og okkur."

,,Daniel Ayala fer til Derby á láni, sem verður frábært fyrir hann, frábær reynsla og hann fær einhverja leiki líka eftir nýjustu meiðslin sín. Það er eins góður möguleiki að við fáum einhvern inn og að einhver fari. Eigendurnir hafa sýnt frábæran stuðning. "

,,Það er peningur til staðar og ef við viljum kaupa einhvern annan, þá er peningurinn til. Stuðningur þeirra er ótrúlegur. Og þetta er engin auglýsingamennska, þeir eru alveg ákveðnir í að stíga upp og koma knattspyrnufélaginu Liverpool fram á við og upp. Við munum skoða okkur sjálfa fyrst og fremst. Er það ekki eins í öllum viðskiptum? Ef einhver fer þá verðurðu að fá einhvern í staðinn.
banner
banner