Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   mán 31. janúar 2011 15:52
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Soccernet 
Holloway: Svörum ekki símtölum frá Liverpool
Ian Holloway knattspyrnustjóri Blackpool segir að félagið svari ekki símtölum frá Liverpool sem vill kaupa Charlie Adam frá þeim áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

,,Hann er minn leikmaður og þannig er staðan núna," sagði Holloway í viðtali sem var birt á vef Soccernet rétt í þessu.

,,Ég talaði við Kenny Dalglish um daginn og hann gerði mér bætt tilboð. Ég talaði við formanninn og hann hafnaði því."

,,Damien Comolli (yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool) hefur núna reynt að hringja í Karl en hann hefur ekki svarað símtölunum."

,,Hann verður ekki að gera það er það nokkuð? Þetta er svolítið dónalegt er það ekki, en ef við föllum á tíma..."

banner