Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 01. febrúar 2011 12:47
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Andy Carroll: Ég vildi alls ekki fara
Carroll í leik gegn Liverpool fyrr í vetur.
Carroll í leik gegn Liverpool fyrr í vetur.
Mynd: Getty Images
Andy Carroll, nýjasti leikmaður Liverpool, hefur svarað Alan Pardew knattspyrnustjóra Newcastle fullum hálsi. Carroll gekk í raðir Liverpool á 35 milljónir punda í gær og í morgun birtust fréttir þess efnis að hann hefði verið neyddur til að ganga í raðir félagsins.

Pardew neitaði þessum fregnum í dag en Carroll hefur nú stigið sjálfur fram og sagt að Newcastle hafi ekki viljað halda sér og að hann hafi verið neyddur til að fara til Liverpool.

,,Derek (Llambias, framkvæmdastjóri Newcastle) bað mig að leggja fram beiðni um sölu svo mér var ýtt út í horn og ég átti engra kosta völ," sagði Carroll.

,,Þeir vildu ekki hafa mig og þeir létu skýrt í ljós að þeir vildu fá peninginn."

,,Síðan flaug ég niður eftir (til Liverpool) í þyrlu (Mike Ashley eiganda Newcastle). Ég vildi ekki fara."

,,Ég er mjög leiður yfir því að heimafélag mitt hafi ekki viljað hafa mig í sínum röðum eftir allt sem ég hef gert. Ég vildi alls ekki fara. Leikmennirnir, starfsfólkið og stuðningsmennirnir voru frábærir."

banner
banner
banner