Heimild: BBC
Carlo Ancelotti knattspyrnustjóri Chelsea staðfesti eftir sigur á Sunderland í kvöld að Fernando Torres spili gegn sínu gamla liði, Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.
Torres gekk til liðs við Chelsea frá Liverool fyrir sólarhring síðan en var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í kvöld.
Liðin mætast svo í stórleik á sunnudaginn klukkan 16:00 og þá má búast við Torres í bláu.
,,Við munum prófa á morgun og daginn efitir það. Ef hann verður ekki í neinum vandræðum þá spilar hann gegn Liverpool," sagði Ancelotti.
Torres hafði áður sagt að hann vonaðist til að skora í leiknum.