Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. febrúar 2011 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sporting Life 
Mascherano: Liverpool sýndi ekki áhuga á að halda mér og Torres
Fernando Torres og Javier Mascherano er þeir voru hjá Liverpool
Fernando Torres og Javier Mascherano er þeir voru hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Javier Mascherano, leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins segir það sorglegt hvernig Liverpool vísaði honum og Fernando Torres á dyrnar.

Mascherano, sem er 26 ára miðvallarleikmaður lék með Liverpool frá árinu 2007 til 2010 þar sem hann lék 139 leiki og skoraði 2 mörk áður en hann yfirgaf liðið síðasta sumar og gekk til liðs við Barcelona fyrir 22 milljónir punda.

Spænski framherjinn Fernando Torres yfirgaf þá Liverpool einnig á dögunum fyrir metfé eða 50 milljónir punda og gekk til liðs við Chelsea, en Mascherano telur það sorglegt hvernig Liverpool lætur líta út fyrir að leikmennirnir séu vondu kallarnir í málinu.

,,Ég var ekki hissa með það sem gerðist með Fernando. Þegar ég yfirgaf Liverpool þá leit það út eins og ég hafði myrt einhvern," sagði Mascherano.

,,Það er sorglegt að fólkið sem hefur reynst félaginu mikilvægt þurfi að yfirgefa félagið í gegnum bakdyrnar. Það er líka sorglegt hvernig fjölmiðlar og félagið reyna að sannfæra fólk um að þetta sé allt leikmönnunum að kenna þegar Liverpool hafði í raun ekki áhuga á að halda okkur hjá klúbbnum."

,,Mikilvægustu leikmennirnir sem hafa farið gerðu það ekki á góðan hátt. Ég ræddi við Fernando og sagði að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa þar sem hann gerði sitt besta fyrir klúbbinn. Jafnvel þó svo hann hafi ekki unnið neina titla þá var hann samt mjög mikilvægur og hjálpaði liðinu allan tímann,"
sagði Mascherano að lokum.
banner
banner
banner