Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. febrúar 2011 15:26
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar 
Fernando Torres: Mun ekki fagna ef ég skora á sunnudag
Torres á fréttamannafundi í dag.
Torres á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, framherji Chelsea, segist ekki ætla að fagna ef hann nær að skora gegn sínum gömlu félögum í Liverpool á sunnudag.

Torres gekk í raðir Chelsea á 50 milljónir punda á mánudag og mun að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik með félaginu gegn Liverpool.

,,Fyrst verð ég að spila en ég ber mikla virðingu fyrir Liverpool og stuðningsmönnum þeirra svo ég held að ég muni ekki fagna ef ég skora," sagði Torres.

,,Ég er Chelsea leikmaður núna og mjög spenntur fyrir áskoruninni og fyrsta leik mínum. Það verður gegn Liverpool."

,,Þetta verður skrýin aðstaða fyrir mig en ef ég fæ tækifærið til að spila þá mun ég gera það."

,,Ég vil spila og hjálpa liðinu og mun gera það sem stjórinn vill. Ef hann vill að ég spili þá mun ég spila. Ég er heill heilsu og klár. Ef hann vill að ég verði á bekknum þá er það ekkert vandamál."

banner
banner