Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 05. febrúar 2011 07:01
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sporting Life 
Torres: Hjarta mitt er eingöngu tileinkað Atletico
Fernando Torres
Fernando Torres
Mynd: Heimasíða Chelsea
Fernando Torres, framherji Chelsea á Englandi segist aldrei á sínum ferli hafa kysst merki liðanna sem hann hefur leikið fyrir.

Torres, sem er 26 ára gamall yfirgaf Liverpool á mánudag til þess að ganga til liðs við Chelsea fyrir 50 milljónir punda, en hann hefur nú þegar lýst yfir að hann muni ekki fagna ef hann skorar gegn sínu gamla liði.

Hann var þá spurður út í hvort hann myndi kyssa merki félagsins en það er ekki í myndinni og segist hann ekki einu sinni hafa gert það þegar hann spilaði með Liverpool hvað þá Atletico Madrid.

Torres ítrekar það þá fyrir fólki að spila fyrir Chelsea og Liverpool sé einungis vinnan hans, en að hjarta hans er í raun tileinkað Atletico.

,,Ég hef aldrei kysst merki Liverpool. Ég gerði það ekki þegar ég var hjá Atletico Madrid og ég elska Atletico," sagði Torres.

,,Ég sé suma leikmenn kyssa merkið þegar þeir eru ný komnir til félagsins, en málið er að rómantíkin í knattspyrnunni er horfin. Nú er dæmið allt annað þar sem fólk kemur og fer."

,,Sumum finnst gott að kyssa merkið og þeir geta gert það, en ég vil bara skora mörk og vinna vinnuna mína ásamt því að ná markmiðum sem félagið sem ég spila fyrir vill ná."

,,Þegar ég fæddist í Madríd þá var ég ekki stuðningsmaður Liverpool eða Chelsea. Ég var einungis stuðningsmaður Atletico og er enn. Kannski er það eina merkið sem ég mun kyssa ef ég þyrfti að kyssa eitthvað merki,"
sagði hann að lokum.

Torres lék 249 leiki fyrir Atletico Madrid á tíma sínum þar og skoraði 91 mark, en hann varð fyrirliði félagsins einungis 19 ára gamall. Hann gekk svo til liðs við Liverpool sumarið 2007 fyrir ríflega 20 milljónir punda þar sem hann lék 142 leiki og skoraði 81 mark.
banner