Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
banner
   þri 08. febrúar 2011 10:12
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Reina útilokar ekki að ganga í raðir Manchester United
Pepe Reina, markvörður Liverpool, hefur ekki útilokað að hann muni ganga til liðs við erkifjendurna í Manchester United.

United er í leit að markverði til að fylla skarð Edwin van der Sar sem mun leggja hanskana á hilluna í sumar en Reina hefur meðal annars verið orðaður við félagið.

,,Já, Van der Sar mun leggja hanskana á hilluna í sumar svo auðvitað eru þeir að leita. Ég get ekki gert neitt. Ég get ekki sagt neitt þar sem ég er með samning við Liverpool," sagði Reina við spænsku útvarpsstöðina Ondo Sera.

,,Auðvitað vill maður vera að berjast um titla og vera í liði sem gerir það. Við börðumst alltaf í Meistaradeildinni og reyndum að vinna titilinn en þvi miður hefur það ekki verið tilfellið undanfarin ár."

,,Ég vil ekki ljúga, ég vil spila í Meistaradeildinni og berjast um titla."
banner