Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   þri 08. febrúar 2011 21:00
Magnús Már Einarsson
Mark Doninger í ÍA (Staðfest)
Mynd: Heimasíða ÍA
ÍA hefur gert samning við miðjumanninn Mark Doninger en samningurinn gildir út tímabilið.

Þessi 21 árs gamli leikmaður hefur æft með ÍA í mánuð og leikið leiki með liðinu í Fótbolta.net mótinu.

,,Hann er mjög sterkur leikmaður og við höfum fulla trú á að þetta sé það sem vantar til að styrkja miðjusvæðið hjá okkur," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA við Fótbolta.net í dag.

,,Hann hefur verið vaxandi í þessum leikjum sem hann hefur spilað og á helling inni ennþá.”

Mark kom upp í gegnum unglingalið Newcastle og fór þaðan upp í varaliðið en hann hefur meðal annars náð að leika einn leik með aðalliði félagsins.

Mark lék með Sligo Rovers í Írsku-deildinni á síðasta ári en hætti þar í ágúst 2010 eftir að hafa orðið fyrir meiðslum og sem endaði með því að hann fór í aðgerð í október. Tímabilið 2009/2010 lék Mark 32 leiki með varaliði Newcastle og skoraði 14 mörk.

Þá hefur varnarmaðurinn ungi Ísleifur Guðmundsson hafið æfingar með Skagamönnum að nýju en hann hafði ákveðið að leggja skóna á hilluna síðastliðið haust.
banner
banner