Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. febrúar 2011 08:00
Daníel Geir Moritz
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Liverpool anonymous (LA syndrome)
Daníel Geir Moritz
Daníel Geir Moritz
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
LA syndrome hafa þeir sem halda með Liverpool í fótbolta. Iðulega eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert sérlega gott vit á knattspyrnu og þaðan af síður hæfileika til að taka þátt í eðlilegri knattspyrnuumræðu.

Sem dæmi má nefna að Púlistar halda því gjarnan fram að Jamie Carragher kæmist í hvaða lið sem er. Venjulegur maður veit hins vegar að ekki þarf að fara út fyrir Liverpoolborg til að finna lið sem gæti ekki nýtt sér hans þjónustu, þótt hún væri í boði.

Eitt megin einkenni sjúkdómsins er að í upphafi hvers tímabils segir Púlisti „Við tökum þetta núna“ og innst inni trúir hann því. Ef til að mynda Aston Villa aðdáandi myndi segja þetta (sem er ekki fráleitari hugmynd) þá væri sá aðili að gera í gamni sínu. Skopast.

Púlistar enda gjarnan rökræður sínar með að benda á að þeir séu sigursælasta lið enskrar knattspyrnu. Það er því fráleitt að benda á slappan leik gegn Wolves eða hvað miðjan sé léleg. Þeir eru jú sigursælasta lið enskrar knattspyrnu. Hins vegar hefur lið á borð við Blackburn unnið ensku úrvaldsdeildina, en ekki Liverpool. Og styttra er síðan Leeds varð Englandsmeistari en Liverpool. Það má því segja að helsti kostur Púlista er fáránlega gott minni. Minnið verður að nokkurs konar mætti þeirra. Þannig að fyrir þá sem ekki vita að þá var orðið minnimáttarkennd fyrst notað um áhanganda Liverpool.

Það sem myndar samstöðu Púlista er að þegar á móti blæs minna þeir hvern annan á að þú labbar aldrei einn í gegnum þetta. Nefnilega var afbragðs söngleikjalag skrumskælt og gert að stuðningsmannalagi Liverpool. Þetta lag hefur nú misst allan sjarma og er komið í sama flokk og lögin All out of love með Air supply og Dánafregnir og jarðafarir. Réttast væri fyrir Púlista að hefja nýja tíma og finna nýtt Liverpool-lag. Gráupplagt væri að dusta rykið af lagi Björgvins Halldórssonar, Ég lifi í draumi.

Öll þekkjum við Púlista. Það er því um að gera að taka utan um þann næsta og sýna honum hlýju og vorkunnsemi. Full ástæða er til. Það er alls ekkert grín að vera með þetta heilkenni.

Veikinni má aftur á móti halda niðri. Ekki þarf flóknar aðstæður eins og að tunglið sé í áttunda húsi vatnsberans. Nei nei. Púlisti þarf bara að hætta að fylgjast með fótbolta.
banner
banner