Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 11. febrúar 2011 11:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Sky 
Agger lætur Torres og Hodgson heyra það
Agger mun ekki spila fyrir annað félag á Englandi.
Agger mun ekki spila fyrir annað félag á Englandi.
Mynd: Getty Images
Hinn húðflúraði Daniel Agger liggur ekki á skoðunum sínum þessa dagana. Þessi danski miðvörður Liverpool er greinilega ekki sáttur við þá Fernando Torres og Roy Hodgson.

„Þú verður að virða félagið sem þú spilar fyrir. Ég er stoltur af því að fá að klæðast búningi Liverpool og mun aldrei fara til annars félags á Englandi. Ég mun aldrei spila fyrir Manchester United eða Everton. Þetta snýst um virðingu fyrir félaginu," segir Agger sem lét Torres aðeins finna fyrir því í leik Chelsea og Liverpool um síðustu helgi.

Þá segir Agger að Liverpool hafi verið skítlélegt á þeim tíma sem Hodgson var við stjórnvölinn enda var hann rekinn eftir aðeins sex mánaða starf. Hann segir að erfitt hafi verið fyrir Torres að blómstra því allt liðið lék svo illa. „Torres er hluti af liðinu, þegar allt liðið spilar vel þá spilar hann betur. Þetta á við um alla leikmenn, hvort sem það er Steven Gerrard eða ég."

Agger telur að stutt sé í að hann komist í sitt besta form eftir meiðsli sem hafa verið að plaga hann. „Ég hef náð að spila nokkra leiki í röð og er að finna taktinn aftur," segir Agger.
banner
banner
banner