Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. febrúar 2011 16:02
Hörður Snævar Jónsson
Æfingaleikur: Víkingur Ólafsvík vann BÍ/Bolungarvík
Kristján Óli í leik með Breiðablik þar sem hann lék í mörg ár.
Kristján Óli í leik með Breiðablik þar sem hann lék í mörg ár.
Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr
Nýju liðin í 1. deild karla, Víkingur Ólafsvík og BÍ/Bolungarvík mættust í æfingaleik í dag.

Víkingur vann þar 2-1 sigur þar sem Heimir Þór Ásgeirsson skoraði fyrra markið og Kristján Óli Sigurðsson skoraði síðan frábært mark úr aukaspyrnu.

Kristján sem hefur ekki enn samið við Víkinga var að skora í sínum þriðja leik í röð fyrir liðið.

Víkingur Ólafsvík 2 - 1 BÍ/Bolungarvík:
1-0 Heimir Þór Ásgeirsson
2-0 Kristján Óli Sigurðsson
2-1 Andri Rúnar Bjarnason (Víti)
banner
banner
banner