Mainoo gæti farið til Napoli - Man Utd horfir til Emery ef Amorim verður rekinn - Bayern vill Guehi
   mið 16. febrúar 2011 19:30
Þórður Már Sigfússon
Heimild: SentraGoal 
Birkir Bjarnason orðaður við AEK Aþenu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikmaður Viking frá Stafangri, er undir smásjá gríska liðsins AEK Aþenu. Þetta kemur fram í fjölmiðlum í Grikklandi í dag.

Samkvæmt frétt sem birtist á vefmiðlinum SentraGoal hefur Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK, verið undanfarna daga í njósnaleiðangri á La Manga á Spáni og mun hann hafa hrifist af frammistöðu Birkis í leik Viking og danska liðsins Midtjylland í fyrradag,

Mörg skandinavísk lið eru í æfingabúðum á La Manga og eru æfingaleikir þeirra á milli því kjörinn vettvangur að skoða áhugaverða leikmenn.

Hins vegar hefur einungis einn leikmaður auk Birkis heillað Arnar en það er Christer Kleiven, miðjumaður hjá norska liðinu Start.

Arnar hafði auk þess vonast eftir því að skoða 22 ára nígerískan sóknarmann sem er á mála hjá norska liðinu Odd Grenland en ekkert varð úr því vegna þess að leikmaðurinn á við meiðsli að stríða.

Fregnir af meintum áhuga AEK á Birki koma í kjölfar frétta í norskum fjölmiðlum fyrr í dag þess efnis að hann vilji yfirgefa herbúðir Viking en hann er samningsbundinn félaginu til loka þessa árs.
banner