City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   þri 22. febrúar 2011 19:58
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: Sannfærandi sigur Keflvíkinga á Breiðabliki
Magnús Þórir (til vinstri) skoraði fyrra markið.
Magnús Þórir (til vinstri) skoraði fyrra markið.
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Breiðablik 0 - 2 Keflavík
0-1 Magnús Þórir Matthíasson
0-2 Guðmundur Steinarsson

Keflavík lagði Breiðablik 2-0 í eina leik kvöldsins í A deild Lengjubikars karla en leikið var í Kórnum.

Keflvíkingar voru talsvert betri í leiknum og verðskulduðu sigurinn en þeir voru með sitt sterkasta lið á meðan Íslandsmeistararnir voru nokkuð vængbrotnir.

Magnús Þórir Matthíasson kom Keflavík yfir þegar hann skoraði á laglegan hátt.

Guðmundur Steinarsson bætti síðan við öðru marki fyrir leikhlé þegar hann prjónaði sig í gegn og skoraði.

Keflvíkingar hefðu síðan getað bætt við mörkum og Guðmundur Steinarsson klúðraði meðal annars fínu færi þegar hann slapp í gegn.

Blikar áttu aftur á móti í erfiðleikum með að skapa sér færi en þeir hafa ekki skorað í fjórum leikjum í röð samanlagt í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikarnum.
banner
banner