Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. febrúar 2011 10:00
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Liverpool 
Andy Carroll og Kenny Dalglish á tónleikum Boyzone
Mynd: Twitter
Það var glimrandi stuð og mikið um dýrðir á tónleikum írsku popphljómsveitarinnar Boyzone á mánudagskvöld.

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, og Andy Carroll, sóknarmaður félagsins, létu sig ekki vanta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

„Þetta var ekki stefnumót! Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri þarna," sagði Dalglish léttur. „Ég var með Marinu og móður hennar svo ég var ekki sá elsti á tónleikunum!"

„Þetta voru góðir tónleikar. Ronan Keating (söngvari Boyzone) kom til okkar með son sinn og við gáfum honum treyju. Þeir horfðu á æfingu um stundu og þegar þeir fóru vildu þeir launa okkur þennan greiða."
banner
banner
banner