Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. mars 2011 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: The Sun 
Ancelotti segir að Torres þurfi ekki að skora mörk
Fernando Torres hefur ekki fundið leiðina í markið síðan hann klæddi sig í búninginn bláa.
Fernando Torres hefur ekki fundið leiðina í markið síðan hann klæddi sig í búninginn bláa.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres er enn í leit að sínu fyrsta marki fyrir Chelsea, fjórum leikjum eftir að hann var keyptur á 50 milljónir punda frá Liverpool. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist þó ekki setja neina pressu á þann spænska að skora mörk fyrir félagið.

Varnarmaðurinn David Luiz kom til Chelsea á sama tíma og Torres og náði að vera á undan að skora. Luiz skoraði í mögnuðum 2-1 sigri Chelsea á Manchester United á miðvikudag.

„Það á ekki að bera þá saman, þeir eru ekki í neinni keppni sín á milli. Torres skoraði ekki en ég fer ekki fram á það hjá sóknarmönnum mínum að þeir skori," segir Ancelotti.

„Ég fer fram á að þeir spili fyrir liðið. Torres gerði góða hluti. Fólk horfir bara til skoraðra marka en ég horfi á aðrar hliðar. Hann vann vel fyrir liðið, setti pressu á varnarmennina, var mjög hreyfanlegur og lagði mikið á sig. Það nægir mér."

„Spyrjið hann hvort það hafi áhrif á hann að hafa ekki náð að skora ennþá. Ég efast um að það hafi áhrif. Ég er ekki að fara fram á að hann skori."
banner
banner
banner