Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 07. mars 2011 08:46
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Graham Poll: Carragher, Rodriguez og Suarez áttu að fá rautt
Graham Poll er hættur dómgæslu og skrifar nú pistla í enska dagblaðið Daily Mail. Hann segir að Liverpool hefði getað fengið þrjú rauð spjöld í leiknum gegn Manchester United í gær.
Graham Poll er hættur dómgæslu og skrifar nú pistla í enska dagblaðið Daily Mail. Hann segir að Liverpool hefði getað fengið þrjú rauð spjöld í leiknum gegn Manchester United í gær.
Mynd: Getty Images
Graham Poll fyrrverandi knattspyrnudómari segir í pistli sínum í enska dagblaðinu Daily Mail í dag að Jamie Carragher hafi átt að sjá rauða spjaldið fyrir tæklinguna á Nani í viðureign Liverpool og Manchester United í gær og það sama hefðu Maxi Rodriguez og Luis Suarez átt að gera.

Liverpool vann leikinn 3-1 en undir lok fyrri hálfleiks komu upp atvik þar sem allt sauð uppúr. Það hófst allt á því að Carragher fór með takkana á undan sér í sköflunginn á Nani sem skarst illa og varð að fara af velli á börum. Carragher fékk áminningu fyrir.

,,Jamie Carragher slapp við rautt spjald seint í fyrri hálfleik á Anfield fyrir mjög slæma tæklingu en ég skil samt afhverju Phil Dowd lyfti aðeins gulu spjaldi," sagði Poll í Daily Mail.

,,Við fyrstu sín, á fullum hraða, er erfitt að átta sig á alvarleika tæklingarinnar á Nani og hæg endursýning gerir málin oft verri. En þetta hefði átt að vera rautt og heimaliðið hefði getað endað með níu menn á vellinum augnablikum síðar þegar Maxi Rodrigueaz fór í Rafael da Silva með takkana hátt á lofti."

,,Í þetta sinn hefði Dowd átt að sjá að tæklingin var gróf en hann lét leikinn halda áfram og Rafael hélt áfram og í stundarbrjálæði fór hann sjálfur í slæma tæklingu við Luicas sem flaug."

,,Leikmenn Liverpool þyrptust að og heimtuðu rautt, eins og leikmenn United virtust hafa gert eftir Carragher tæklinguna, og sú uppákoma var bara slæmur hluti af góðum leik. Ef Dowd hefði séð og refasað fyrir Rodriguez tæklinguna þá hefði hann komið í veg fyrir uppákomuna í kjölfarið, ef hann hefði séð Luis Suarez rífa í hárið í kjölfarið, þá hefði Liverpool misst annan leikmann af velli. Það var leiðinlegt að Dowd missti af þessum atvikum því að öðru leiti dæmdi hann vel."

banner
banner