Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 24. mars 2011 13:02
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Dani Pacheco og Sam Vokes til Norwich á láni (Staðfest)
Norwich City hefur fengið framherjana Dani Pacheco og Sam Vokes á láni út þetta tímabil.

Báðir leikmennirnir eru tvítugir en Pacheco kemur á láni frá Liverpool á meðan Vokes kemur frá Wolves.

Pacheco kom til Liverpool frá Barcelona árið 2007 og hefur síðan þá leikið fjórtán leiki með þeim rauðklæddu.

Vokes hefur skorað átta mörk í 50 leikjum með Wolves en hann er nýkominn úr láni hjá Sheffield United þar sem hann skoraði eitt mark í sex leikjum.

Leikmennirnir munu reyna að hjálpa Norwich að komast upp í ensku úrvalsdeildina en liðið er sem stendur í öðru sæti í Championship deildinni.
banner
banner
banner