Keflavík 4 - 2 KA
1-0 Hilmar Geir Eiðsson ('7)
1-1 Hallgrimur Mar Steingrímsson ('15)
2-1 Hilmar Geir Eiðsson ('20)
2-2 Elvar Páll Sigurðsson ('24)
3-2 Andri Steinn Birgisson ('62)
4-2 Magnús Þórir Matthíasson ('87)
1-0 Hilmar Geir Eiðsson ('7)
1-1 Hallgrimur Mar Steingrímsson ('15)
2-1 Hilmar Geir Eiðsson ('20)
2-2 Elvar Páll Sigurðsson ('24)
3-2 Andri Steinn Birgisson ('62)
4-2 Magnús Þórir Matthíasson ('87)
Keflavík lagði KA 4-2 í Lengjubikar karla nú síðdegis en leikið var í Reykjaneshöllinni. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og fjögur mörk litu dagsins ljós á fyrstu 24 mínútunum.
Hilmar Geir Eiðsson skoraði fyrst á sjöundu mínútu en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði með skalla eftir korter.
Hilmar Geir skoraði annað mark sitt og annað mark Keflvíkinga á tuttugustu mínútu en hann skoraði með stórglæsgilegu skoti upp í bláhornið frá vítateigshorninu.
KA-menn náðu aftur að jafna fjórum mínútum síðar þegar Elvar Páll Sigurðsson skoraði og staðan 2-2 í leikhléi.
Í síðari hálfleiknum náði Andri Steinn Birgisson að koma Keflvíkingum aftur yfir með skalla eftir aukaspyrnu. Magnús Þórir Matthíasson innsiglaði síðan 4-2 sigur Keflvíkinga með flottu skoti á 87.mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður tveimur mínútum áður.