Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. mars 2011 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Telegraph 
Wenger og Dalglish vilja ekki að lykilmenn sínir fari á EM U21
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kenny Dalglish og Arsene Wenger, knattspyrnustjórar Liverpool og Arsenal, segja það ekki sniðugt að taka Andy Carroll og Jack Wilshere með á EM U21 árs landsliða í Danmörku í sumar.

Þeir segja ástæðuna vera að báðir þessir leikmenn séu lykilmenn hjá bæði félagsliðum sínum og aðallandsliði Englendinga.

Dalglish segir að það sé ekki sniðugt að taka Andy Carroll með vegna þess að hann hefur átt við meiðsli að stríða á leiktíðinni og er búinn að ganga í gegnum mikið andlegt stress.

Carroll er að spila sitt fyrsta tímabil í úrvalsdeildinni og var keyptur á metfé til Liverpool og er auk þess að brjótast inn í aðallið Englendinga og Dalglish segir það vera meira en nóg sem þessi ungi sóknarmaður hefur á sinni könnu núna.

Wenger segir að Wilshere eigi skilið hvíld í sumar eftir að hafa spilað 43 leiki á tímabilinu spilandi sem miðjumaður þar sem hann hljóp oftar en ekki fleiri kílómetra en allir aðrir leikmenn vallarins.

Einnig segir Wenger að þar sem að Wilshere er byrjunarliðsmaður í aðalliði Englendinga ætti hann frekar að hvíla sig í sumar svo hann geti hjálpað liðinu að komast á lokakeppni EM 2012, en undankeppnin verður að miklu leyti spiluð næsta haust. Wenger segir að Wilshere komi til með að vera þreyttur eftir langt og erfitt sumar og að hann geti því gefið minna af kröftum sínum til aðallandsliðsins.
banner
banner
banner