Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 30. mars 2011 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Elísabet: Var búin að vara stelpurnar við að spila í 18 stiga hita
,,Það er ánægjulegt að koma hingað í fríska loftið og spila svo hérna í Egilshöll á móti Val, mjög gaman," sagði Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad í Svíþjóð við Fótbolta.net í gærkvöld eftir 0-1 sigur á Val í æfingaleik.

,,Ég var búin að vara stelpurnar við því að við værum að fara að spila í 18 stiga hita inni og í svolítið þurru lofti því við erum úti alla daga."

,,Þetta varð spennandi leikur sem ég er ekkert sérstaklega sátt við. Mér fannst við eiga að nýta eitthvað af þessum sóknarfærum sem við vorum að fá. Síðasta sendingin var oft hrikalega slæm hjá okkur."


Elísabet þjálfaði sjálf lið Vals fyrir þremur árum síðan en hætti til að taka við sænska liðinu.

,,Valsliðið er bara alltaf sterkt, það er ákveðinn kúltúr og standard í Val sem heldur sér. Þó valur hafi misst marga leikmenn þá halda þær alveg standard og hafa fengið góða erlenda leikmenn í þetta og ungu stelpurnar eru að blómstra. Þær eru mjög góðar."

Elísabet hefur gert nokkrar breytingar á liði sínu fyrir komandi tímabil í sænsku deildinni sem hefst í apríl.

,,Við fáum rosalegan styrk í markmanninum, hún er mjög góð. Svo fáum við Sif í miðvörðinn, og þær finnst mér mynda frábært miðvarðarpar, hún og Mia sem spilaði með henni. Ég held við séum með allt öðruvísi lið en síðustu tvö ár."

Nánar er rætt við Elísabetu í sjónvarpinu hér að ofan.
banner
banner
banner