Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. apríl 2011 20:55
Hörður Snævar Jónsson
Ferguson: Stærsta forskotið er stuðningurinn á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United var í skýjunum með 0-1 sigur liðsins á Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

Ramires hefði átt að fá vítaspyrnu í síðari hálfleik en fékk ekki og staða United góð fyrir síðari leikinn á Old Trafford.

,,Það leit út fyrir að Ramires hefði náð að gera úr þessu, þetta var hratt upphlaup en í fyrsta sinn sem við erum heppnir hér í sjö ár," sagði Ferguson.

,,Það er mikið að tala um fyrir utan það, mér fannst leikmenn mínir frábærir."

,,Að halda hreinu var mikilvægur en hraðar sóknir var hluti af okkar skipulagi. Wayne var frábær, hann fékk margar tæklingar seint í stig en hélt áfram og sýndi hvað hann getur."

,,Þetta er hálfnað og við erum með góða stöðu. Stærsta forskotið er stuðningurinn á Old Trafford og við treystum á það."

banner
banner
banner