Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   mið 06. apríl 2011 21:19
Magnús Már Einarsson
Heimild: Mirror 
LeBron James eignast hlut í Liverpool
LeBron James, körfuboltastjarna hjá Miami Heat, hefur eignast lítinn hlut í Liverpool en frá þessu var greint í dag.

James mun fá lítinn hlut sem Fenway Sports hópurinn keypti í október síðastliðnum en Fenway Sports er í samstarfi við LRMR Branding & Marketing sem er markaðsfyrirtæki James.

,,Í fyrsta sinn sem ég steig inn á völlinn í NBA varð ég kaupsýslumaður. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig," sagði James.

Liverpool hefur átján sinnum orðið enskur meistari og James hafði orð á því.

,,Átján meistaratitar. Ég sé sjálfan mig reyna að gera sömu hluti og þeir hafa gert," sagði James.
banner
banner
banner