Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. apríl 2011 10:41
Elvar Geir Magnússon
Powerade slúðrið: Tekur Villas Boas við Liverpool?
Andre Villas Boas er 33 ára gamall.
Andre Villas Boas er 33 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Myndin sem Jack Wilshere setti á Twitter í gær og neitaði þeim orðrómi að hann væri að fara til Manchester City.
Myndin sem Jack Wilshere setti á Twitter í gær og neitaði þeim orðrómi að hann væri að fara til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir það helsta sem ensku blöðin eru að skrifa um þennan miðvikudaginn. Við ítrekum það að sannleiksgildið í hluta af þessu er ekki ýkja mikið enda ensku blöðin dugleg að skrifa allt það slúður sem gengur manna á milli.

Aston Villa, Fulham og Sunderland hafa öll áhuga á Alan Hutton, varnarmanni Tottenham, sem er líklega á förum eftir að hafa lent upp á kant við knattspyrnustjórann Harry Redknapp (Goal.com)

Chelsea ætlar að kaupa belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku frá Anderlecht í sumar á 26,7 milljónir punda. (Marca)

Inter mun stíga til hliðar og leyfa Manchester City að kaupa Alexis Sanchez frá Udinese gegn því að City taki við tilboði Inter í Carlos Tevez. (Talksport)

Nolito, sóknarmaður Barcelona, er á óskalista QPR og Newcastle eftir að hafa hafnað framlengingu á samningi sínum. (Metro)

Tony Pulis, stjóri Stoke, er að undirbúa tilbúið í harðjaxlinn Servet Cetin hjá Galatasaray. Þessi varnarmaður er kallaður Ayibogan sem myndi þýðast sem „maðurinn sem gæti kyrkt björn." (Daily Mirror)

Andre Villas Boas, hinn ungi og athyglisverði þjálfari Porto, á að hafa skrifað undir samkomulag við Liverpool um að taka við liðinu næsta tímabili samkvæmt vefsíðunni caughtoffside.com. (Caughtoffside)

Dirk Kuyt, sóknarmaður Liverpool, mun skrifa undir nýjan samning í þessari viku til ársins 2014. (Daily Mail)

Jack Wilshere hefur neitað þeim orðrómi að hann sé á leiðinni til Manchester City. Hann gerði það með því að birta mynd af sér á Twitter að kyssa merki Arsenal og skrifaði „Þetta félag er í hjarta mínu. (Twitter)

Fenway Sports Group, eigendur Liverpool, hafa opinberað að dagblaðarisinn New York Times sé næststærsti hluthafinn í félaginu og eigi meira en 10%. (Daily Mirror)

Alan Shearer, goðsögn Newcastle, segist enn hafa áhuga á því að verða knattspyrnustjóri. (Daily Mail)

Carlo Ancelotti viðurkennir að það hafi verið mistök að láta Torres byrja en ekki Drogba í Meistaradeildinni í gær. Hann segir að framtíð sín sé ekki í sínum höndum eftir að liðið féll úr leik. (Daily Telegraph)

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur enn og aftur gefið Englendingum undir fótinn og segist ætla að snúa aftur í enska boltann einn daginn. Fyrst sé samt stefnan að klára þau þrjú ár sem hann á eftir af samningi sínum við spænska stórliðið. (The Independent)

Leikmenn Bolton fóru á Wembley leikvanginn til að venjast aðstæðum fyrir undanúrslitaleik FA-bikarsins gegn Stoke á sunnudag. (Daily Mirror)
banner
banner
banner
banner