Orri Freyr Hjaltalín átti góðan leik í kvöld þegar Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi úr Kórnum eftir viðureign sína gegn Fylki. Orri Freyr skoraði eitt mark og lagði síðan upp sigurmarkið á Magnús Björgvinsson í uppbótartíma.
,,Stöðullinn hefur líklega ekki verið gríðarlega lár á það að við kæmum til baka en við vissum þó alveg að það byggi miklu meira í liðinu en það sem við vorum að sýna í byrjun og sem betur fer náðum við að snúa leiknum okkur í hag," sagði Orri Freyr fyrirliði Grindvíkinga.
Fylkismenn komust snemma í 2-0 og voru Grindvíkingar enganveginn mættir til leiks fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar þeir minnka muninn.
,,Við vorum auðvitað bara eins og aular til að byrja með, en síðan fórum við að gera þetta eins og menn og þá kom þetta," sagði Orri Freyr glaður í bragði.
Nánar er rætt við Orra Frey í sjónvarpinu hér að ofan.