Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 08. maí 2011 22:44
Björn Steinar Brynjólfsson
Umfjöllun: Valur með fullt hús stiga eftir sigur í Grindavík
Guðjón Pétur Lýðsson  skoraði glæsilegt mark í kvöld
Guðjón Pétur Lýðsson skoraði glæsilegt mark í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Upp úr sauð eftir að Óli Baldur Bjarnason braut gróflega á Hauki Páli Sigurðssyni
Upp úr sauð eftir að Óli Baldur Bjarnason braut gróflega á Hauki Páli Sigurðssyni
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Jamie Patrick McCunnie horfir á eftir boltanum
Jamie Patrick McCunnie horfir á eftir boltanum
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Grindavík 0 - 2 Valur
0-1 Arnar Sveinn Geirsson (´19)
0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (´29)
Rautt spjald Óli Baldur Bjarnason

Fyrsti heimaleikur Grindavíkur fór fram í kvöld þar sem liðið tók á móti Valsmönnum sem unnu FH 1-0 á Hlíðarenda í 1. umferð á meðan Grindavík lagði Fylkismenn 3-2 í Kórnum .

Valsmenn byrjuðu með vindinn í bakið og voru svolítið lengi að venjast honum þar sem að heimamenn voru miklu ákveðnari fyrstu mínúturnar en Valsmenn komust meira og meira inn í leikinn eftir því sem á leið og voru mun ákveðnari í sínum sóknarleik.

Grindvíkingar áttu fyrsta færi leiksins og kom það uppúr hornspyrnu frá Scott Ramsay, boltinn kom lár fyrir og var það Bogi Rafn Einarsson sem að reyndi bakfallspyrnu en boltinn fór framhjá. Eftir þetta færi þá fóru Valsmenn að koma meir við boltann og fóru að auka þrýstinginn sóknarlega.

Christian Mouritsen átti gott skot mitt á milli miðju og vítateigs en boltinn rataði beint í hendurnar á Jack Giddens sem að varði markið þar sem að Óskar Pétursson er að glíma við tognun í læri.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 19. mínútu Christian Mouritsen átti þá sendingu frá hægri kanti upp völlinn þar var Arnar Sveinn Geirsson sem að tók við knöttinum og tók ein snertingu og lagði hann svo framhjá Jack Giddens í markinu.

Aðeins 2 mínútum síðar fékk Haukur Páll Sigurðsson fínt færi og nærri búinn að bæta við öðru marki þegar hann fékk boltann inn í teig eftir hornspyrnu og reyndi einhvernveginn að ýta boltanum inn með fætinum en boltinn fór rétt yfir.

Það liðu ekki nema 10 mínútur þar til næsta mark kom og það voru Valsmenn sem voru aftur á ferðinni og þar var að verki Guðjón Pétur Lýðsson. Eitthvað klafs var inn í teig heimamanna sem að voru að reyna hreinsa boltann út, boltinn barst til Guðjóns fyrir utan teig þar sem að hann lagði boltann í vinstra hornið á markinu þar sem að Jack Giddens náði ekki að koma í veg skotið og endaði boltinn inn í marki heimamanna. 0-2 fyrir Valsmenn eftir hálftíma leik og hugsaði maður um leikinn sem að Grindvíkingar spiluðu við Fylkismenn í fyrstu umferð og hvort atburðir hans væru að endurtaka sig.

En sú saga hélt sig ekki og var síðari hálfleikur svolítið dapur. Lítið var um færi en heimamenn fengu nokkra skalla sem að enduðu báðir yfir markið.

Á 90. mínútu fékk Óli Baldur Bjarnason rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Hauk Pál Sigurðsson. Það var næstum soðið uppúr eftir þetta atvik en Magnús Þórisson dómari leiksins hélt ró sinni og náði mönnum aftur niður á jörðina.

Eftir þetta fjaraði leikurinn út og Valsmenn með fullt hús stiga eftir 2 umferðir og hafa ekki fengið mark á sig enn sem komið er.

Áhorfendur : 1013
Dómari : Magnús Þórisson (góður)
Aðstæður : Strekkings vindur og völlurinn leit vel út
Maður Leiksins : Christian Mouritsen (Valur)


94.mínLeik lokið hér í Grindavík. Óli Baldur Bjarnason fékk rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Hauk Pál Sigurðsson og fékk það að víkja af velli eftir stutta dvöl inná vellinum

86.mínGuðjón Pétur lýðsson átti flotta sendingu á Christian Mouritsen sem var einn á móti markmanni en hann skaut hátt yfir. Skipting hjá Val Christian Mouritsen fer út og inn kemur Sigurbjörn Hreiðarsson

85.mínSmá tölfræði. Það eru yfir eittþúsund áhorfendur á leiknum hérna í Grindavík

80.mínGrindavík átti skalla rétt yfir sem að Michal Pospisil átti og svo stuttu seinna átti Bogi Rafn Einarsson skot vinstramegin við vítateigshornið en Haraldur átti ekki í vandræðum með það. Ólafur Örn Bjarnason var að fá gult spjald fyrir brúk og uppskar eftir því

79.mínEnn er skipt og eru það heimamenn, Óli Baldur Bjarnason og Scott Ramsay út og svo er það Valur Matthías Guðmundsson út og Jón Vilhelm Ákason kemur inn

75.mínMarkaskorarinn Arnar Sveinn Geirsson er skipt út hjá Val og inn kemur Rúnar Már Sigurjónsson
70.mínAlexander er skipt útaf eftir samstuðið og inn kemur nýji leikmaðurinn Robert Winters

66.mínAlexander Magnússon og Pól Jóhannus lentu í samstuði etir skalla bolta og var pól Jóhannus vafinn um höfuðið en Alexander liggur enn útaf vellinum

62.mínSkipting hjá heimamönnum þar sem að Yacine Si Salem fer út og inn kemur Magnús Björgvinsson sem að skoraði þriðja mark Grindavíkur gegn Fylki í síðustu umferð

55.mínHörður Sveinsson fékk sendingu inní teig og skaut hann boltanum fast niðri en Jack Giddens varði boltann og missti hann aðeins frá sér og Arnar Sveinn Geirsson var að koma en Jack Giddens náði boltanum áður en Arnar náði til hans.

52.mínMichal Pospisil var að fá gult spjald fyrir brot á Matthíasi Guðmundssyni rétt við miðju

46.mínJæja nú fer síðari hálfleikur að byrja og eru það heimamenn sem að byrja með boltann og leika með vindinn í bakið

45.mínÞað er kominn hálfleikur hér í Grindavík þar sem að Valsmenn eru 2-0 yfir og voru betri eftir fyrstu 5 mín. í fyrri hálfleik.

41.mínMatthías Guðmundsson átti langt skot milli miðju og vítateigs en boltinn fór beint í fangið á Jack Giddens

39.mínHeimamenn eru ekki búnir að gefa upp vonina enn. Þeir áttu fína sókn með góðu spili Alexanders, Paul og Scotty en Scott Ramsay var ekki alveg viss hvort hann ætti að skjóta eða senda boltann, hann reyndi að senda boltann fyrir utan teig þar sem hann var opinn fyrir að skjóta boltanum en boltinn fór framhjá þar sem að Orri Freyr Hjaltalín náði ekki í boltann

31.mínScott Ramsay átti skot fyrir utan teig þar sem að Haraldur Björnsson þurfti að hafa sig allan við og kýldi boltann með (einari eins og maður segir á góðri íslensku) í burtu.

29.mín Mark!!!!! Valsmenn voru að komast í 0-2 þar sem að Guðjón Pétur Lýðsson var að skora með skoti rétt fyrir utan teig

23.mínValsmenn virðast vera komnir inn í leikinn og eru búnir að venjast vindinum og eru mun ákveðnari í sínum gjörðum.

21.mínHaukur Páll var næstum búinn að bæta við öðru marki eftir horspyrnu en boltinn fór rétt yfir markið.

18.mínMARK!!!!!!! Fyrsta mark leiksins er komið og var það Arnar Sveinn Geirsson sem að skoraði eftir sendingu frá Christian Mouritsen.

15.mínAlexander rétt bjargaði frá áður en að Matthías Guðmundsson var búinn að þefa upp boltann sem kom eftir fyrirgjöf

13.mínValsmenn með sitt fyrsta færi þegar að Christian Mouritsen átti langt skot utan af velli sem að Jack Giddens varði á horn. Valsmenn munu líklega eiga fleiri svona skot utan af velli þar sem þeir eru með sterkann vind í bakið.

7.mínHeimamenn byrja mun ákafari og áttu þeir hornspyrnu sem að var lág boltinn skoppaði einu sinni áður en Bogi Rafn Einarsson reyndi bakfallspyrnu sem að fór rétt framhjá.

1.mín Valsmenn byrja með boltann og munu þeir leika með vindinum í fyrri hálfleik.

19:15Núnar er þetta að byrja fyrsti heimaleikur Grindavíkur og spurning um hvort liðið vinnur sinn annann leik í röð.

19:12Núna fara leikmenn liðsins að stíga inn á völlinn. Aðstæður vallararins eru mjög góðar og lítur völlurinn vel miðað við það sem maður er búinn að sjá, en það er norðan strekkingur.

19:10Það eru tvær breytingar hjá heimamönnum Ray Jónsson og Óskar Pétursson fara úr byrjunarliðinu. Enn inn koma Ian Paul Mcshane og Jack Giddens sem stígur í markið þar sem að Óskar Pétursson er meiddur.

19:05 Komið sæl og blessuð. Eftir sirka 15 mín þá mun ég lýsa leik Grindavíkur sem tekur á móti liði Vals.

Ég ætla að henda inn byrjunarliðunum

Grindavík : Jamie Patric McCunnie, Ian Paul Mcshane, Bogi Rafn Einarsson, Michail Pospisil, Scott Mckenna Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Jack Giddens, Ólafur Örn Bjarnason, Yacine Si Salem, Alexander Magnússon,

Valur : Haraldur Björnsson, Jónas Tór Næs, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Pól Jóhannus Justinussen, Hörður Sveinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Matthías Guðmundsson, Arnar Sveinn Geirsson, Christian R. Mouritsen, Haukur Páll Sigurðsson,
banner