Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 10. maí 2011 13:01
Magnús Már Einarsson
Bryan Hughes í ÍBV - Spilaði 128 leiki í ensku úrvalsdeildinni
Hughes í baráttu við Darren Fletcher í leik með Birmingham árið 2004.
Hughes í baráttu við Darren Fletcher í leik með Birmingham árið 2004.
Mynd: Getty Images
ÍBV hefur samið við enska miðjumanninn Bryan Hughes en hann á fjölmarga leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni.

Hughes skoraði 34 mörk í 247 deildarleikjum með Birmingham í efstu og næstefstu deild frá 1997-2004.

Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í kjölfarið með Charlton frá 2004-2007 og síðan með Hull City frá 2007-2010. Samtals hefur Hughes skorað 10 mörk í 128 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á ferli sínum.

Hughes lék með Burton Albion og Grimsby Town í vetur en hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Hughes er heill heilsu í dag og hann æfði með ÍBV í hádeginu.

,,Hann hefur verið meiddur og við erum að skoða hann og sjá hvað hann getur gefið okkur," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV við Fótbolta.net í dag.

,,Hann er að reyna að koma sér í stand og fá leiki. Það er hans tilgangur með þessu. Ef hann er heill þá er þetta klassamiðjumaður."

Eyjamenn eru einnig í leit að framherja og Heimir telur afar líklegt að félagið nái að krækja í leikmann áður en félagaskiptaglugginn lokar um næstu helgi.
banner
banner