Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, var verulega svekktur eftir tap liðsins gegn Breiðabliki í kvöld. Hann segir þó að baráttan í liðinu sé mjög jákvæður punktur og mikil bæting frá því í leiknum gegn Val í síðustu umferð.
„Við vorum nálægt því en því miður dugði baráttan ekki til,“ segir Orri. „Við vorum einum færri stærstan hluta leiksins og það var farið að taka toll. Það var samt bara einbeitingarleysi af okkar hálfu að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum.“
Skoski sóknarmaðurinn Robbie Winters lék vel fyrir Grindavík í kvöld en þessi 36 ára sóknarmaður var aleinn frammi stóran hluta. „Hann gefur okkur mikla möguleika. Hann er góður að taka boltann og halda honum,“ segir Orri.
Orri var einnig með athugasemdir varðandi dómgæsluna en viðtalið við hann má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.