Keflavík 1 – 1 FH:
0-1 Matthías Vilhjálmsson (´79)
1-1 Grétar Ólafur Hjartarson (´90)
Rautt: Viktor Örn Guðmundsson (´86)
0-1 Matthías Vilhjálmsson (´79)
1-1 Grétar Ólafur Hjartarson (´90)
Rautt: Viktor Örn Guðmundsson (´86)
Það voru sjóðandi heit lið sem mættust á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld í 3.umferð Pepsi-deildarinnar. Heimamenn hafa byrjað mótið vel, sigruðu Stjörnuna í fyrstu umferð og voru síðan rændir að kvöldi til í Vesturbænum í síðustu umferð á síðustu stundu og fóru þaðan með eitt stig. FH-ingarnir töpuðu í fyrstu umferðinni gegn Val en áttu síðan stórleik gegn Íslandsmeisturunum í síðustu umferð og kjöldrógu þá 4-1.
Leikurinn byrjaði samt fremur rólega, bæði lið skiptust á að reyna byggja upp sóknir sínar með litlum árangri. Fyrsta alvöru marktækifærið áttu gestirnir þegar Matthías Vilhjálmsson skallaði hornspyrnu frá spynusérfræðingnum, Viktori Erni Guðmundssyni að marki Keflavík en Einar Orri Einarsson stóð á nærstönginni og bjargaði þar á línu.
Keflvíkingar geystust upp vinstri kantinn þar sem Jóhann Birnir Guðmundsson var kominn upp að endalínu inn í markteig, gaf þar sendingu ætlaða Hilmari Geir Eiðssyni en Pétur Viðarsson komst undan í boltann og hreinsaði í horn.
FH-ingar voru aðeins meira með boltann og tóku lengri tíma að byggja upp sínar sóknir á meðan Keflvíkingar áttu nokkrar styttri og snerpari sóknar tilraunir. Báðir markmenn liðanna þurftu lítið að sýna áhorfendum og öðrum einhver markvarðartilþrif, því flestar sóknir liðanna runnu út í sandinn áður en skot náðist að marki. Það var ekki fyrr en Atli Guðnason átti skot að marki Keflavíkur á 40. mínútu en skot hans í hliðarnetið.
Staðan í hálfleik 0-0 eftir frekar rólegan fyrri hálfleik.
FH-ingar mættu mikið grimmari til leiks í seinni hálfleikinn, stjórnuðu spilinu í leiknum og áttu flest návígi með Matthías Vilhjálmsson fremstan í flokki. Fyrsta marktilraunina í seinni hálfleik átti Atli Guðnason en skalli hans nokkuð laus og yfir markið. Stuttu síðar átti Viktor Örn síðan skot með grasinu framhjá fjærstönginni.
Það biðu flestir eftir því að varnarmúrinn myndi hrynja hjá Keflavík og það leit allt út fyrir það að það hefði gerst á 60.mínútu, Adam Larsson fékk þá boltann í fæturnar við vítateigslínuna og engin hætta, en á ögurstundu breyttist það í stórhættu. Adam hitti ekki boltann og fór boltinn því aftur fyrir hann og þar var Atli Viðar Björnsson einn gegn Ómari Jóhannssyni, markverði Keflavíkur. Skot Atla Viðars hisnvegar arfaslakt og framhjá fjærstönginni. Þarna voru Keflvíkingar stálheppnir.
Keflvíkingar héldu áfram að vera stálheppnir, á 76.mínútu átti Atli Viðar Björnsson skot að marki Keflvíkinga sem Ómar varði en missti síðan frá sér og lak boltinn rétt framhjá mark stönginni. Í milli tíðinni var leikurinn einungis búinn að fara fram á vallarhelmingi heimamanna.
Það varð eitthvað að undan láta og fyrirliði FH-inga, Matthías Vilhjálmsson ákvað að taka á skarið. FH-ingar fengu aukaspyrnu 25 metra frá marki, Matthías tók spyrnuna og boltinn söng í netinu. Loksins náðu FH-ingar að koma boltanum í netið eftir langa og erfiða vinnu.
Fimm mínútum fyrir leikslok skoruðu Keflvíkingar síðan mark sem síðan var dæmt af en það var varnarmaðurinn, Adam Larsson sem skoraði það mark. Hvort um er að ræða rétta eða ranga ákvörðun getur undirritaður ekki tjáð sig um, þar sem Gunnleifur Gunnleifsson markvörður FH-inga lá í teignum og hefur líklega lent í samstuði við einhvern Keflvíkinginn.
Heimamenn vöknuðu heldur betur til lífs síns eftir að hafa lent undir því á 90.mínútu jöfnuðu þeir metin en þar var að verki varamaðurinn, Grétar Ólafur Hjartarson sem náði að breyta stefnu á skoti frá varamanninum, Arnóri Yngva Traustasyni sem var á leið að marki FH-inga og gerði þar með Gunnleifi Gunnleifssyni erfiðara fyrir og boltinn fór yfir línuna.
Leikurinn var síðan flautaður af stuttu síðar af dómara leiksins, Valgeiri Valgeirssyni. Jafntefli staðreynd. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn, en FH-ingarnir voru með öll völd lungan úr seinni hálfleiknum en bæði lið skoruðu eitt mark löglegt hvor og það er það sem skiptir máli í knattspyrnunni.
Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Adam Larsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Goran Jovanovski, Einar Orri Einarsson (Grétar Ólafur Hjartarson (´84)), Jóhann Birnir Guðmundsson (Magnús Sverrir Þorsteinsson(´73)), Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson (Arnór Ingvi Traustason(´60)), Hilmar Geir Eiðsson, Magnús Þórir Matthíasson, Guðmundur Steinarsson (Arnór Ingvi Traustason(´60)).
Varamenn Keflavíkur: Árni Freyr Ásgeirsson, Bojan Stefán Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon.
Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Viktor Örn Guðmundsson, Freyr Bjarnason, Pétur VIðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Hólmar Örn Rúnarsson (Bjarki Gunnlaugsson(´73)), Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason (Hannes Þ. Sigurðsson(´73)), Ólafur Páll Snorrason(Gunnar Kristjánsson(´90)) , Atli Viðar Björnsson.
Varamenn FH: Kristján Pétur Þórarinsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Jón Ragnar Jónsson, Tommy Nielsen.
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson
Áhorfendur: 1480
Dómari: Valgeir Valgeirsson, hann væri líklega „lala“ í barnaþættinum Teletubbies eða Stubbarnir.