Robbie Winters var virkilega góður í kvöld en náði ekki að stimla sig inn íslensku deildina með marki
Grindavík 0 - 2 Keflavík
0-1 Andri Steinn Birgisson (´43)
0-2 Guðmundur Steinarsson (´63)
0-1 Andri Steinn Birgisson (´43)
0-2 Guðmundur Steinarsson (´63)
Nágrannarnir í Grindavík og Keflavík áttust við í 4. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður til að spila fótbolta þar sem að vindurinn tók mikinn þátt í leiknum og nístíngskuldi var ekki til að gleðja manninn.
En leikurinn fór fram þrátt fyrir það og voru það heimamenn sem byrjuðu leikinn betur en Keflvíkingarnir voru alltaf skeinu hættir, þá sérstaklega með þessar baneitruðu aukaspyrnur ásamt hornspyrnum þar sem þeir nýttu vindinn þar sem þeir voru með í bakið í fyrri hálfleik.
Fyrsta færi leiksins var hjá Keflavík, Guðmundur Steinarsson fékk háan bolta inn fyrir vörn heimamanna hann horfði fram fyrir sig og sá að Óskar Pétursson hljóp út úr markinu og reyndi hann að skjóta yfir hann en boltinn fór framhjá.
Heimamenn vildu fá eitthvað fyrir sinn snúð skömmu þegar að Robbie Winters brunaði upp kantinn eftir hornspyrnu frá Keflavík og gaf hann á Yacine Si Salem og var kominn einn í gegn en Guðjón Árni Antoníusson var að narta í hælana á honum. Guðjón virtist fara í lappirnar á Yacine sem missti boltann en Kristinn Jakobsson var alveg við atvikið og hélt flautunni niðri.
Grindvíkingar voru virkilega sprækir fram á við þá sérstaklega eftir föstleik atriði hjá Keflavík. Heimamenn fengu til að mynda dauðafæri eftir flott hraðaupphlaup, Scott Ramsay var á harðahlaupum upp völlinn hann var kominn rétt yfir miðju og gaf á Yacine Si Salem sem var framar enn hann. Yacine tók vel á móti boltanum og gaf svo á Robbie Winters sem tók eina snertingu og skaut svo boltanum framhjá þegar hann var kominn einn gegn Ómar í markinu.
Keflvíkingar stimpluðu sig inní leikinn á 43 mínútu. Guðmundur Steinarsson var með boltann inná vallarhelmingi Grindvíkinga og átti svo laglega stungusendingu inn fyrir vörnina á Andra Stein Birgisson sem rak knöttinn í átt að markinu og lagði hann í vinstra hornið niðri framhjá Óskari í markinu.
Guðmundur Steinarsson ætlaði að reyna koma sínum mönnum í 2-0 í fyrri hálfleik þegar hann átti fast skot að marki en beint í fangið á Óskari Péturssyni. Eftir skotið var fyrri hálfleikur flautaður af.
Keflvíkingar voru búnir með tvær skiptingar eftir 45 mínútur þar sem að Guðjón Árni Antoníusson fór útaf meiddur eftir fjórðungsleik og Jóhann Birnir í hálfleik einnig meiddur af velli.
Heimamenn áttu að skora þegar rúmur fjórðungur var liðinn af seinni hálfleik. Grindvíkingar áttu þá fyrirgjöf inn í teig og Keflvíkingar reyndu að hreinsa út með skalla en boltinn endaði hjá Orra Frey Hjaltalín sem átti skot með vinstri að marki en Ómar Jóhannsson varði rétt við línuna. Yacine Si Salem átti síðan tvö föst skot að marki en Ómar sá við honum í bæði skiptin.
Á 63. mínútu kom annað mark í leikinn eftir mistök heimamanna. Boltinn kom til baka á Óskar Pétursson sem ætlaði að sparka boltanum fram en hann hitti ekki boltann og var Guðmundur Steinarsson ekki lengi að þefa boltann uppi rétt fyrir utan teig og í þetta skiptið náði Guðmundur að skjóta yfir Óskar í markinu og boltinn í autt markið.
Magnús Sverrir Þorsteinsson átti flott skot að marki en boltinn hárfínt framhjá. Eftir þetta voru ekki mikið af alvöru færum og því fór sem fór að Keflavík sóttu 3 stig í Grindavík.
Heimamenn voru virkilega ákveðnir í leiknum og voru Robbie Winters og Yacine Si Salem voru virkilega góðir saman frammi. Þeir voru að fá fullt af færum en náðu ekki að nýta þau.
Guðmundur Steinarsson var góður hjá Keflavík en Ómar Jóhannsson var langbesti maður vallarins.
Áhorfendur: 937
Dómari: Kristinn Jakobsson, góður
Aðstæður: Kalt og hvasst
Maður Leiksins: Ómar Jóhannsson
90mín Magnús Björgvinsson átti skot rétt yfir markið. Heimamenn fengu svo aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og boltinn fór í varnarvegginn og eftir það var flautað til loka þessa leiks. Þakka fyrir mig og umfjöllun og viðtöl koma seinna í kvöld.
87mín Scott Ramsay fer út og Micail Pospisil kemur inn
85mín Scott Ramsay er að fá gult spjald eftir að hafa haldið einum leikmanni Keflavíkur.
82mín Ray Anthony Jónsson átti flotta sendingu inní teig þar sem Orri Freyr Hjaltalín kom á fleygi ferð en hitt ekki boltann og fór aftur fyrir endalínu.
80mín Ray Anthony Jónsson var að fá gult spjald fyrir tæklingu á Magnús Þórir Matthíasson réttilega dæmt hjá Kristni Jakobssyni
79mín Önnur skipting hjá heimamönnum Óli Baldur Bjarnason kemur inn og Alexander Magnússon kemur í hans stað
72mín Magnús Sverrir Þorsteinsson átti flott skot eftir að Alexander Magnússon missti boltann klaufalega en boltinn fór rétt framhjá. Það er skipting hjá heimamönnum Yacine Si Salem fer út og Magnús Björgvinsson kemur inn. Yacine Si Salem er búinn að vera besti leikmaður Grindavíkur ásamt Robbie Winters maður er ekki alveg að skilja þessa skiptingu. Grétar Ólafur Hjartarsson var líka að koma inn fyrir Guðmund Steinarsson
68mín Yacine Si Salem átti aftur skot á markið eftir sendingu frá Robbie Winters en han fór beint á Ómar Jóhannson í markinu. Heimamenn eru mun meira með boltann en það þarf að klára færin
66mín Það var ekkert sem benti til að Keflavík var að fara skora en allt getur gerst sem og gerðist
63mín Mark!!!! Guðmundur Steinarsson var að skora úr engu þegar að Óskar Pétursson var að sparka út en hitti ekki boltann og Guðmundur skaut hnitmiðuðu skoti beint í markið.
61mín Heimamenn eru líklegri þessa stundina og eru með harða hríð að marki Keflavíkur Orri átti skot sem að Ómar bjargaði á línu og svo átti Yacine Salem fast skot að marki sem að Ómar varði aftur vel í markinu.
54mín Magnús Þórir Matthíasson var að krækja sér í gult spjald eftir að hafa brotið á Alexander Magnússyni
46mínJæja nú er þetta að byrja og Keflvíkingar eru með aðra skiptingu og það er Jóhann Birnir Guðmundsson fer út en Magnús Þórir Matthíasson kemur inn
45mín Guðmundur Steinarsson átti fínt skot fyrir utan teig en beint á Óskar í markinu og svo var flautað til hálfleiks strax eftir þetta.
43mín Mark!!!! Keflavík var að komast yfir eftir sendingu frá Guðmundi Steinarsyni 0-1 fyrir nágrönnunum.
39mín Magnús Sverrir Þorsteinsson átti skot rétt fyrir utan teig en hann hitti hann illa og fór yfir markið. Heimamenn keyrðu svo upp völlinn og var Paul Mcshane með boltann og reyndi skot en boltinn hátt yfir.
36mín Jóhann Birnir átti sendingu inní teig þar sem Guðmundur Steinarsson reyndi að skalla boltann en boltinn fór framhjá
30mín Robbie Winters er búinn að vera virkilega góður fyrsta hálftímann í leiknum og virðast hann og Yacine Si Salem ná vel saman frammi.
27mín Liðin eru að skipast á að vera með boltann en meiri sóknarþungi er hjá heimamönnum en Keflvíkingar eru að reyna nýta sér föst leik atriði þar sem vindurinn kemur sterkur inn.
19mín Guðjón Árni Antoníusson fer útaf meiddur og Brynjar Örn Guðmundsson kemur í hans stað
16mín Heimamenn voru næstum búinir að skora. Það var aukaspyrna hjá Keflavík á vinstri kantinum, heimamenn náðu að hreinsa og brunaði Scott Ramsay upp með boltann sendi svo á Yacine Si Salem þá voru þeir komnir 2 á 1 Yacine sendi svo á Robbie Winters og hann tók snertingu og skaut rétt framhjá
13mín Grindavík eru virkilega sprækir og það eru einnig Keflvíkingar.
10mín Heimamenn vildu nú eitthvað fá fyrir sinn snúð þegar að Robbie Winters brunaði upp kantinn eftri hornspyrnu frá Keflavík og gaf hann á Yacine Si Salem og var kominn einn í gegn og Guðjón Árni var að narta í hælana á honum og virtist sem að Guðjón hafi farið i lappirnar á Yacine og missti boltann en Kristinn Jakobsson var alveg við þetta og hlýtur að hafa séð þetta betur og dæmdi ekki neitt
5mín Heimamenn eru sprækari fyrstu mínúturnar. Guðmundur Steinarsson vor kominn einn í gegn á vinstri kantinum en Óskar Pétursson hljóp út og lokaði markinu vel og Guðmundur Steinars skaut yfir markið
4mín Scott Ramsay reyndi að gefa boltann fyrir á Robbie Winters og hljóp Ómar Jóhannsson útúr markinu enn rann til en boltinn var of langt frá Robbie Winters og Ómar náði boltanum
1mínKeflvíkingar byrja með boltann og eru með vindinn í bakið.
19:15: Leikmenn eru nú ekkert að drífa sig inn á völlinn en nú koma þeir ásamt Peppa Pepsi dós
19:14 Leikmenn eru nú að labba út á völlinn. Það er vestan strekkingur og alveg skítakuldi og ég væri frekar til í að vera bara inná parketinu.
19:00: Það eru nokkrar breytingar hjá heimamönnum, Óskar Pétursson kemur í markið í stað Jack Giddens. Óskar hefur verið að glíma við tognun aftan í læri en hann er frískur og ætlar standa á milli stanganna í kvöld. Scott Ramsay er kominn aftur í liðið þar sem hann kom ekkert við sögu gegn Breiðablik hann kemur í stað Guðmund Andra Bjarnason sem er í banni. Yacine Si Salem er líka kominn inn fyrir Magnús Björgvinsson.
Keflvíkingar eru með eina breytingu á liði sínu Magnús Sverrir Þorsteinsson kemur inn fyrir Magnús Þórir Matthíasson.
Við skulum kíkja á byrjunarliðin
Grindavík : Óskar Pétursson, Jamie McCunnie, Ray Anthony Jónsson, Paul Mcshane, Jóhann Helgason, Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín(F) Ólafur Örn Bjarnason, Yacine Si Salem, Robert Winters, Alexander Magnússon.
Keflavík : Ómar Jóhannsson, Adam Larsson, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Goran Jovanovski, Einar Orri Einarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hilmar Geir Eiðsson.
19:15: Heil og sæl verið velkominn á beina textalýsingu þar sem það er algjör grannaslagur. Grindvíkingar töpuðu síðasta leiki gegna íslandsmeisturum Breiðabliks en Keflvíkingar gerðu jafntefli við FH