,,Virðing mín fyrir Grindavíkur liðin er það mikil að ég er mjög ánægður með að hafa náð í öll þrjú stigin í dag," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflvíkinga eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld.
Ómar Jóhannsson markvörður Keflvíkinga fór á kostum í leiknum og bjargaði oft mjög vel.
,,Ómar kemur með meistaramarkvörslur og kemur í veg fyrir að þeir jafni annars vegar og minnku muninn. Hann var frábær í kvöld og sem hluti af fimm manna línu okkar fannst mér allir frábærir. Ómar átti markvörslur á allavega landsliðsklassa."
Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn í kvöld og Willum segist ekki geta kvartað yfir frammistöðu hans.
,,Ég er að reyna að ná jafnvægi í því. Það var ekki auðvelt að dæma þennan leik og ég bjóst við öllum dómunum sem komu í leiknum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.