,,Ég er gríðarlega sáttur. Það er gríðarlega sterkt að koma í Grindavík og sækja stig og hvað þá þrjú," sagði Andri Steinn Birgisson sem skoraði fyrra mark Keflvíkinga í 2-0 sigri á Grindavík í kvöld.
,,Það var erfitt að spila í þessum vindi. Þetta býður eiginlega ekki upp á neinn fótbolta og það lið sem vildi sigurinn meira tók hann."
Ómar Jóhannsson markvörður Keflvíkingar bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í kvöld.
,,Ómar var frábær og sýndi að hann er toppklassamarkvörður og sennilega sá besti í þessari deild."
Andri Steinn skoraði gegn sínum gömlu félögum í kvöld en hann lék með Grindavík á sínum tíma.
,,Það skiptir eiginlega ekki máli á móti hverjum ég skora. Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Grindavíkurvelli og það er frábært að vera hérna. Það eru frábærir áhorfendur og það er frábært að koma til Grindavíkur og spila."
,,Ég tileinka þetta mark mömmu minni og bróður mínum. Það er búið að vera töluvert í gangi og þetta er algjörlega fyrir þau tvö," sagði Andri að lokum.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.